Ég átti afmæli á föstudaginn, og fékk ég eftirfarandi afmælisgjafir (í engri sérstakri röð):
-sérsamda vísu
-dansandi banana (sjá hjá Elínu)
-6 bjóra; 4 stóra og 2 litla, innpakkaða af alúð
-eiginhandaráritað plakat
-2 kexkökur
-tónleika ("ég mundi bjóða þér ef það væri ekki ókeypis inn")
-rúnt um þrjú nágrannasveitarfélög Reykjavíkur
-ljósbláa bók um stærðfræði
-afmælissönginn sunginn á þýsku og sporð með
-loforð um út að borða á þrítugsafmælinu mínu
Þetta síðasta var reyndar ferðataska.
Og ég sem bað um "helst ekki neitt." Tryllt!
Takk fyrir mig :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ég er ekki frá því að kexkökurnar hafi verið stolnar...
Teknar Bergur, teknar!
Já og það var að bætast ný gjöf á listann:
Skáldsaga um m.a. skólplagnir, árituð af Björk Guðmundsdóttur.
trl
Skrifa ummæli