sunnudagur, apríl 01, 2007

Rómuð Rómarferð - dagur 3

(leið tími, ó hélt ég hefði birt dag 2 í gær)

Planið "no sleep in Rome" gekk ágætlega, iðkaði líka svokallað turbo-sleeping þar sem maður sefur "öflugt" í 3,5 tíma í staðin fyrir að sofa eðlilega í 8 tíma. Allavega vaknaði ég snemma morguninn eftir árshátíðina til að fara í skoðunarferð í Colosseum. Ég, Beggi, Guðrún og Tryggvi fórum á mis við restina af hópnum og áttum fínan fyrri part dags í Kólóseum og þar í kring. Hér er Beggi með húfuna fyrir framan Colosseum:

Innan í Colosseum, það er búið að gera við hluta af gólfinu en lengra frá sjást gryfjurnar sem dýrin og skylmingaþrælarnir voru geymd í áður en þau voru látin berjast: Svo hitti ég Russel Crowe, við kysstumst (næstum því):
Dúfurnar kysstust líka:
Það var rosa flott að labba um Roman Forum og skoða rústir:Guðrún og Tryggvi skorðu á okkur Begga í módelkeppni, hér er þeirra framlag:
Eins og sjá má þá áttu þau ekki sjens í okkur:Löggan átti samt eiginlega bestu pósuna:

Minnisvarðarnir voru sumir svo svakalegir að þegar leið á daginn var maður hættur að meðtaka umfangið.Um hádegisleytið stungum við skoðunarferðina af og tilltum okkur undir sólhlíf á veitingastað við Blómatorgið, Piazza Campo dei Fiori. Eftir mat og bjór og ís var kominn miður dagur. Afgangurinn af deginum fór í að rölta um Rómarborg og tjilla.

Um kvöldið fórum við, krakkarnir sko, saman út að borða. Tókum leigubíl í Trastevere hverfið þar sem margir góðir veitingastaðir eru. Við vorum dáldið mörg og skiptum okkur niður á nokkra veitingastaði. Seinna um kvöldið hittumst við á bar. Bar góður já.
Síðan upphófst mikil leit að skemmtistað sem var opinn lengur en til 1 því klukkan var að verða. Eftir að hafa spurt fjölda fólks og fengið mikið af misskiljanlegum leiðbeiningum komumst við að því að einu opnu diskótekin í Róm voru í hverfi sem heitir Testacio og var ekki í göngufæri við hverfið sem við vorum í.

Þá var að næla í leigubíla fyrir um 20 manns. Það var einu sinni ekki auðvelt að ná í einn leigubíl. Eftir mikið labb, mikla bjórdrykkju úti á götu og margar símhringingar komum við öll saman á diskótekinu "Caffe Latino". Það kostaði 10 evrur inn fyrir stelpur en 15 fyrir stráka, en með fylgdi drykkur á barnum. Mitt val var tekíla. Enda var ég fersk:
Snilldartaktar voru sýndir á dansgólfinu og allir mjög reiðubúnir að fríka út, enda loksins tími og staður. Siggi og Íris fengu sér vel blandaða mojito: Sá sem stóð sig best á dansgólfinu var reyndar ekki í okkar hóp, en við kölluðum hann Jesú:
Jens og Ása pósuðu:Sara og Beggi stældu myndina af sköpun Adams sem er í loftinu á Sixtínsku kapellunni, ég veit ekki alveg hvort þeirra er Adam og hvort er guð:Klukkan 3 hækkaði verð á drykkjum, og fólki fækkaði mikið á staðnum. Við fórum ekki fet. Upp úr 4 yfirgáfum við þó staðinn nauðug / viljug og leit að leigubíl hófst aftur. Kvöldið endaði hjá mörgum á stuttu stoppi í hekl-eftirpartýi:
t-r-l

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Eg er feiminn aðdáandi....mjög feiminn og hlédrægur

Þura sagði...

Feiminn og hlédrægur... sem notar orð eins og "hánkar" ? Hummm

Nafnlaus sagði...

Jú jú....það er orðið. "Inn" að nota það í dag....Eg er Hánkur dauðans og bara fyrir þig