Ég held í alvöru að ég sé gengin í barndóm, orðin að barni aftur. Ekkert sem ég geri er í röklegu samhengi við neitt annað. Jarðfræðingarnir í vinnunni eru alltaf að reyna að fá mig til að útskýra fyrir sér hvað “hipp og kúl” er. Þeir eru jarðfræðingar, er yfirhöfuð hægt að útskýra fyrir þeim hugtakið? Þarna kemur annar punktur, get ég komið í orð hvað “hipp og kúl” sé. Mér líður alveg eins og Vinonu Rider í Reality Bites þegar hún er beðin um að skilgreina kaldhæðni þegar hún er að sækja um vinnu. Hún bara svitnar og stamar og segist þekkja kaldhæðni þegar hún sjái hana. Eina sem aðgreinir mig frá henni er að ég hef ekki ógeðslega sæta strákinn sem getur þulið upp skilgreiningu á hugtakinu án þess að hika.
Ég spurði spurningar í hádeginu í vinnunni um daginn sem féll í grýttan jarðveg. Skil samt ekki ennþá hvernig spurningar geta fallið í grýttan jarðveg. Umræðuefnið var bók um tíma, en ég skildi samt ekki alveg um hvað bókin var. Það er greinilega margt sem ég skil ekki (hence gengin í barndóm). Allavega, ég spurði jarðfræðing hvort tími væri ekki afstæður fyrir jarðfræðinga. Ég var auðvitað að meina af því að hlutirnir gerast hægt jarðsögulega séð miðað við margt annað, augljóslega. Vandræðalega þögn varð við borðið. Síðan heyrðust hóst og ræskingar. Fljótlega voru hinir farnir að tala um vinnuna. (Þeir sem vinna á AV geta giskað á viðmælendahópinn)
vds
sunnudagur, desember 03, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Það er af sem áður var, ég hélt þú værir nörd? Eftir að hafa skipt um samstarfsmenn þá hefurðu greinilega hækkað upp í kúlhópinn?
Er þá kúl ekki afstætt? Með grátlega lágum kúlstaðli samstarfsfélaga þinna hefur þú hækkað hlutfallslega upp í kúl, en á kostnað eiginn þekkingar á máli þess þjóðfélagshóps sem þú þá tilheyrir.
Hvar kemur það fram í þessari færslu að ég sé kúl ? Skilgreiningin sem ég setti í umræddu tilviki fram á "hipp og kúl" er hávísindaleg og nördaleg.
En jarðfræðingar... þeir eru kúl.
Ágæt pæling samt, í stíl við "afstæði tíma" pælinguna.
Skrifa ummæli