Um daginn fór ég í heimsókn sem ég ætla að reyna að gera sem best skil hér fyrir neðan, best er að fá Arnar Jónsson til að lesa textann:
Þegar ég hringdi dyrabjöllunni kom húsráðandi strax til dyra, bandaði mér inn fyrir og baðst afsökunar á því að kaffið væri ekki til. Ég steig inn fyrir og spjallaði við húsráðanda í eldhúsinu á meðan hann hellti upp á kaffi, ég var ennþá í kápunni og allt. Fljótlega ákvað ég að fara úr kápunni og hengja hana upp, þá tók ég eftir því að eintak af Umskiptunum eftir Kafka lá á símaborðinu. Ég tók bókina upp, las á kápuna og fletti blaðsíðunum.
Húsráðandi bauð mér að setjast í betri stofuna. Hátíðlegur blær var yfir stofunni, grenilykt af jólatrénu og bunki af opnuðum jólakortum á einu borðinu. Mér fannst harla óviðeigandi að vera í verkfræðiflíspeysu í þessu umhverfi svo ég fór úr peysunni og fékk mér sæti. Fljótlega fór húsráðandi að bera kræsingar á borð fyrir mig, tvær tegundir af heimabökuðum kökum, kaffi og flóaða plebba-mjólk.
Síðan var kveikt á kerti og Nina Simone sett á fóninn og stillt passlega hátt, þannig að hún yfirgnæfði ekki há-vitrænar samræður um Kafka, Guðberg og ýsuna hans Guðbergs.
[þögn]
Hver er menningar-ofvitinn ?
þriðjudagur, desember 26, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Hmm.... haahaha ég held ég þurfi ekki að giska!
Satt, þetta var einum of augljóst ;)
Skrifa ummæli