Fyrir þá sem þótti síðasta færsla of "kriptísk" þá var hún meira bara djók.
Ég er dáldið búin að vera spá í hvað það er sem mér finnst jólalegt, og ómissandi á jólunum. Verð eiginlega að skrifa það á alnetið...
Ég hef lengi haldið því fram að uppáhaldsatriðið mitt í jólaundirbúningnum sé að kaupa Jólaheróp Hjálpræðishersins fyrir framan Hagkaup á neðri hæðinni í Kringlunni. Við þessa fullyrðingu stend ég enn. Best er ef að gamli maðurinn með hvíta hárið stendur vaktina, manni finnst hann vera að meina það þegar hann segir guð blessi þig. Í ár var ég það heppin að lenda á honum. Annars er fjárfestingin í Herópinu eini undirbúningurinn sem ég stend í fyrir jólin.
Ef maður vill upplifa friðsama og róandi stund um jólin þá er ég búin að uppgötva bestu leiðina til þess fyrir löngu. Gönguferð í Fossvogskirkjugarði milli jóla og nýjárs í vetrarmyrkrinu er alveg hreint mögnuð. Ég mundi fara í fyrsta lagi annan í jólum því á aðfangadag og jóladag er svo mikil umferð fólks um garðinn með kerti og skreytingar á leiði. En þegar fólkinu fækkar er notalegt að rölta um garðinn og skoða legsteina og sjá öll kertin og lýsandi krossana. Ég mæli samt ekki með því að fara of seint um kvöld. Ef maður mann langar til að heimsækja leiði hjá einhverjum sérstökum þá er hægt að finna staðsetningu leiða hér. En þó maður þekki engan þá er samt gaman að koma í kirkjugarðinn.
Jæja, þegar ég les yfir það sem ég var að skrifa þá finnst mér ég vera orðin gömul og væmin, mér finnst bara jólahefðirnar mínar svo ótrúlega góðar að ég get ekki setið á mér. Já og jólagjöfin í ár er víst geit...
Gleðilega hátíð
laugardagur, desember 23, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli