þriðjudagur, ágúst 29, 2006

[Tilfinning / tilkynning]
Ég er búin að fá mér flickr.com síðu til að setja ljósmyndirnar mínar á. Inn eru komnar myndir af þátttakendum í hinu kyngimagnaða Bay-to-Breakers hlaupi sem ég tók þátt í í San Fransisco, sem og myndir úr litla ferðalaginu mínu um verslunarmannahelgina. Tékkið á myndunum og gapið.
http://www.flickr.com/photos/aulabarn Hér er pínu smá forsmekkur.



[It´s so nice to have a man around the house (?) ]
Fyrir örfáum vikum síðan henti ég fyrir úlfahjörðina, sem foreldrar mínir eru, kenningu. Kenningin fjallar um það að eina skiptið sem karlmaður er nauðsynlegur á heimili er til að opna erfiðar krukkur. Ég varpaði þessu einmitt fram á augnabliki þegar mamma var að biðja pabba um að opna dós sem hún gat ekki opnað sjálf. Þau hlógu dátt og drógu fram lítinn gúmmíklút sem maður notar milli handarinnar og krukkuloksins og hjálpar til við að opna krukkur. Síðan hefur þessi litla lillabláa gúmmípjatla verið kölluð karlmaðurinn á heimilinu þegar hún hefur verið notuð.

Nýlega féll ég á mínu eigin bragði. Ég ætlaði að opna nýja krukku af feta osti en krukkan stóð eitthvað á sér. Pabbi benti mér á að nota karlmanninn og athuga hversu dugandi hann væri. Enn opnaðist krukkan ekki. Þá gerði pabbi tilraun til að endurheimta titil sinn af lillablárri gúmmípjötlu með því að halda krukkunni stöðugri á borðinu á meðan ég sneri lokinu. Viti menn, mér og sitjandi titilhafa tókst að opna krukkuna.

Lærdómurinn sem ég dreg af þessu litla atviki úr hversdagslífinu:
Karlmaður er aðeins hálf-nauðsynlegur á heimili... afganginn sér lillablá gúmmípjatla um.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er ennþá með marblett í hendinni eftir salsakrukkuna mína sem tók mig tvo klukkutíma að opna á mánudagskvöldið.

Ég var sko í alvörunni við það að missa vitið.

Bara að Hans hefði komið út úr skápnum og hjálpað mér með krukkuna.

Þura sagði...

Þarna hefði verið þægilegt að hafa karlmann á heimilinu.

Hans... hehe, nice one ;)

Orri sagði...

ég er búinn að kenna stúlkunni minni leynitrix til að opna allar krukkur auðveldlega. Þá veit ég að hún hefur mig hjá sér því að henni langar að hafa mig þrátt fyrir að ég sé ónauðsynlegur...

Þura sagði...

Ó en rómó hjá þér Orri ;) (og gott hjá þér, nauðsynlegt að hafa svona mál á hreinu)