laugardagur, ágúst 19, 2006

Hver man eftir því þegar Menningarnótt var haldin um nótt, eða meira svona kvöld. Núna er þetta orðinn menningardagur, sem gerir atburðinn mun ómerkilegri. Hvaða þjóð gerir ekki sitt á yfirborðinu til að sporna við ungilngadrykkju. Unglingadrykkja er gott orð.

Það er eitt sem mér finnst dáldið merkilegt. Núna lendi ég stöku sinnum í þeirri aðstöðu að vera úti meðal fólks, þegar strákur / maður /gaur (einhversstaðar á aldursbilinu 18 - 44, samt oftast á mínum aldri til þrítugs) vindur sér að mér og byrjar að spjalla. Þó að það séu vonandi til áhugaverðir gaurar, þá er raunin sú að mikill meirihluti þeirra ókunnugu gaura sem ég hitti eru ekkert sérlega spennandi. Segjum að strákur sé búinn að spjalla við mig í kannski 10 mínútur; aðallega um eigið ágæti, glæsileg framtíðarplön sín og hvað hann sjálfur sé frumlegur / skapandi /með góð laun eða álíka. Þá athugar hann stöðuna, hann vill vita hvort að það sé þess virði að eyða púðri í mig. Þetta gerir hann venjulega með því að bjóða upp á drykk eða dans. Venjulega sé ég á þessum tímapunkti tækifæri til að losna frá viðkomandi og afþakka það sem hann býður. Núna kemur parturinn sem mér finnst merkilegur. Viðbrögð gæjans við "höfnun" (ef höfnun skildi kalla) eru furðlega oft þau að fara að alhæfa um hvað íslenskar konur séu stífar og kunni ekki að skemmta sér eða lifa eða hvað ég sé stíf og kunni ekki að skemmta mér eða lifa. Og þetta hef ég fengið að heyra oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.

Hvers á maður að gjalda þó maður vilji ekki þiggja drykk af hverjum einasta mis/ó-áhugaverðagaur sem sýnir 5 mínútna áhuga. Ég tek það ekki nærri mér að vera stimpluð köld og stíf, en ég bara næ þessu ekki, virka svona viðreynsluaðferðir á stelpur? Hvað er bara að?

Yfir og út,
Þura_stendur_í_skugganum

Ath. Ég tek það líka til greina í þessum pælingum að kannski langar áhugaverðu spennandi gæjunum bara ekki neitt að tala við mig. Vona að það sé frekar þannig heldur en að þeir séu ekki til.

Engin ummæli: