sunnudagur, september 03, 2006

Getur ein vitleysan stöðugt rekið aðra?

Já.

Setjum okkur sem snöggvast í spor eðlu. Vinkonan er ca. 15 cm löng (með hala) og búin að liggja dáin í flösku af áfengi í langan tíma.

Fyrri hluta kvölds er búið að leika mikið með eðluna og flöskufélaga hennar, hina eðluna. Þegar komið er vel fram yfir miðnætti skellir eðlan sér út á lífið, ásamt fylgdarliði. Það mætti halda að hún væri celeb. Inn á hinum ýmsu “svalari” skemmtistöðum borgarinnar skemmti eðlan sér dável. Milli þess sem hún dansaði með krúinu sínu þá dýfði hún sér ofan í hin og þessi bjórglös, hoppaði niður á gólf og lét fara vel um sig á borðum og stólum. Þegar klukkan var gengin hálfa leiðina í 5 þá datt hausinn af eðlunni á miðjum Laugarveginum. Hún lét það ekki stöðva sig, skemmti sér jafnvel betur í tveimur pörtum... hún hafði svo mikilli gleði að dreifa.

Ekkert varir að eilífu, ævikvöld eðlunnar endaði í sitthvorum öskubakkanum á sitthvorri hæð sama sóðalega bars... barþjónum til lítillar gleði. Ætli það sé verri eða betri endir heldur en að enda á því að blasta Simply the best með Tinu Turner í limma með 19 ára strákum? Því miður lifði eðlan ekki til að gera þann samanburð.

Þessi líkist eðlunni dáldið, tekin þaðan.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Humm.....datt hausinn af eðlunni? Bara svona allt í einu?

Getur það verið að hann hafi verið bitinn af? Maður spyr sig......

(Og spurning hvort maður þurfi ekki að fara á Vog þegar maður er orðinn svo desperate að maður lætur sig hafa það að éta eðlu vegna þess að hún er áfeng)

Þura sagði...

Hausinn datt af eðlunni, ég stend við það.

Nafnlaus sagði...

Sko mig rámar bara aðeins pínu smá í þetta.

Þið voruð alltaf að skella einhverju svona eðludóti framan í mig.

Ég spyr, hví?

Já hvað fær mann til að taka eðlu með sér á djammið og svo bíta af henni hausinn.

Þura mín.

Já og Anna mín.

Þura sagði...

Aftur, hausinn á eðlunni DATT AF! Trega fólk.

Svanhvít sagði...

Hann DATT af... það þurfti bara nokkrar tennur til að aðstoða hann við það.


Mig dreymdi viðbjóðslegar eðlur í alla nótt.... :|