the not-forgot stor-ot of Zvan
Það byrjaði á hefðbundnum laugardagsmorgni. Þrjú ungmenni, ágætlega hvert öðru kunnug settust upp í græna toyotu og stefndu norður á bóginn. Þetta var um verslunarmannahelgina. Nöfn ferðalanga voru sem hér segir: Atli Viðar, Svanhvít og Þuríður (sem einnig var ritari ferðarinnar). Á leiðinni norður skemmtu þau hvert öðru með skemmtisögum, söngvum og leikjum af ýmsu tagi. Heitasti leikurinn var án efa BT-leikurinn, þar sem keppendur kepptust um að sjá BT á leiðinni. Þegar keppandi sá BT átti hann að hrópa "þarna!" svo allir viðstaddir heyrðu*.
Leiðin norður var ekki aðeins ein gleði-ferð heldur var einnig tekið á áleitnum siðferðismálum eins og áhyggjum maka yfir að ferðalangar væru ekki allir samkynja. Eða það var ekki tekið á vandamálinu heldur var vandamálið kæft í fæðingu með því að gera ferðina kynlausa. Ferðalangar tóku sér ný og kynlaus nöfn, Atl, Svan og Þur, og hylltu það sem sameinaði þá alla, unibrau.
Eins og lesa má út úr fyrra bloggi varð Zvan brátt samheiti fyrir hópinn, og var oft notað til að sýna samstöðu og skilning.
Zvan var vísað burtu frá öllum gististöðum á Akureyri og hélt þá sem leið lá djúpt inn í myrkviði Vaglaskógar. [] Næsta morgun vaknaði Zvan við að tjaldið var umkringt hungruðum úlfum sem voru byrjaðir að tæta í sundur ytra tjaldið. Þann dag vottaði Zvan völdum stöðum virðingu sína. Í tímaröð: Húsavík, Tjörnes, Ásbyrgi, Dettifoss, Mývatn.
Við Mývatn gisti Zvan aðra nóttina í útlegðinni... útilegunni. Kvöldmaturinn var æði, kjúklingur á priki og pulsur með salsa-sósu. Zvan söng raddað þjóðlög frá Hvíta-Rússlandi fram á rauðanótt og skeytti engu um 14 eins skátatjöld.**
Mánudagur samþykkti veru Zvans á Mývatni með rjómablíðu og nærveru Boutros Boutros-Ghali, nema bara ekki nærveru Boutros Boutros-Ghali. Remember aliveness. And the rest is history.
*Sigurvegari BT-leiksins var Atli Viðar með BT við Glerárgötu.
**Réttara væri að segja falskt í staðin fyrir raddað og barnalög í staðin fyrir Hvíta-rúsnesk þjóðlög. Svo fórum við líka inn í tjald þegar útúr-sýrði-tjald-gaurinn kom um miðnætti og bað okkur um að taka tillit til annarra gesta, en sungum ekki fram á rauða nótt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Góð ferðasaga. Mjög góð. Næstum jafn góð og ferðin. Man samt ekki eftir úlfunum. :)
Þú drakkst líka svo mikið! Baha!
;)
Já, svan :)
Skrifa ummæli