Ertu þá orðin verkfræðingur? Þessa spurningu fæ ég oft þessa dagana, og ég verð að svara: Nei, hehe ég er B.S. í verkfræði.
Útskriftin úr HÍ var í gær, falleg athöfn, ég táraðist nokkrum sinnum.... nei, það er lygi, ég táraðist aldrei. Deildaforsetarnir voru í bláum skikkjum og minntu grátlega mikið á kennarana við Hogwarths, ekki grét ég yfir því.
Góður dagur, þ.e. þegar útskriftin sjálf var búin. Hann var einhvern vegin svona:
-Útskriftarathöfn 2,5 klst
-Kaffihús 1 klst
-Út að borða 1,5 klst
-Kokteill 0,5 klst
-Útskriftarpartýið þeirra Svanhvítar, Sigurrósar og Tótu 2 klst
-Útskriftarhittingur hjá Söru 4 klst, góður hittingur Sara, minnti dáldið á partý ;)
-Djamm í miðbænum 3 klst
Samtals eru þetta 14,5 klst, svo má bæta við þennan tíma 1,5 klst í ferðir á milli staða.
sunnudagur, júní 25, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Til hamingju með útskriftina.
kv Helena verkfræðiskvísa :)
Takk fyrir daginn hann var indæll í alla staði (Dagurinn sko) ;)
takk skvísur :)
Jamm til hamingju aftur með útskrift...
ég er ennþá herra lasinn :(
Skrifa ummæli