sunnudagur, júní 18, 2006

4. hluti
meira um L.A.
(til lesandans: mæli með að þú lesir um grind-ið ef þú ætlar bara að lesa smá)

[fim 25. maí og fös 26. maí] ...þetta var líka gaman
last call for alcohol!!!
Eitt af því sem er dásamlegt við Bandaríkin er að maður er látinn vita að skemmtistaður er að fara að loka áður en hann lokar. Stuttu áður en það gerist kallar barþjóninn eða DJ-inn LAST CALL FOR ALCOHOL og það er manns seinasti sjens að kaupa áfengi áður en lokar. Áfengið sem maður kaupir verður maður að klára áður en staðurinn lokar, það er víst bannað að neyta áfengis á börum eftir klukkan 2 í Kaliforníu og einnig er bannað að drekka á götum úti. Gallinn við síðasta kallið er að maður getur orðið ansi... hress ef maður heldur á fullu glasi af vodka í redbull og þarf að skála í botn, samkvæmt lögum.

Leigubílstjórar
Ég var minna smeyk við leigubílstjóra í USA heldur ég bjóst við að vera, sumir skildu alveg það mikla ensku að það var hægt að spjalla við þá. Aðrir litu út fyrir að vera að fæða þrettán manna fjölskyldu í Armeníu með því að keyra leigubíl 22 tíma á sólahring, og sumir voru líklega að því. Á fimmtudagskvöldinu í L.A. var ég virkilega smeyk við leigubílstjóra. Við ætluðum 12 saman út að borða í Venice hverfinu og síðan á djammið, það eru 3 leigubílar. Þegar tveir þeirra voru komnir kom í ljós að hvorugur þeirra vissi hvar það var sem við vorum að fara. Þeir voru ekki frá sama landinu og annar var mjög greinilega á eiturlyfjum og saman ræddu þeir alveg í korter á bjagaðri ensku um... tja vonandi um hvert við værum að fara. Eftir ofsaakstur á hraðbraut og nokkrar U-beygjur komumst við þó heil á áfangastað. Sumir leigubílstjórar virtust líka geta látið mælana ganga hraðar, lenti einn daginn í því að borga 12 dollara fyrir far aðra leiðina en til baka kostaði það 20 dollara.

e-kennsla í grind-i
Þetta sama kvöld í Venice enduðu nokkrir djammarar á litlum skemmtistað, þar sem meirihlutinn af fólkinu var svartur. Á meðan stelpurnar skelltu sér á dansgólfið voru strákarnir eftir á barnum og spjölluðu við hver annan og bræður. Á þessum stað kynntumst við dansi sem dansaður er af strák og stelpu og kallast hann grind (borið fram grænd). Dansinn sem einnig má nota sem forleik er þannig að kvenmaðurinn sem snýr baki í karlmanninn beygir sig fram með frekar beint bak, konan dillar síðan afturenda sínum í takt við tónlistina. Karldýrið, nei karlmaðurinn, setur þá aðra höndina á mjöðm konunnar og hreyfir sig í takt við konuna og tónlistina. Einnig er algengt að hann hafi báðar hendur á mjöðmum hennar. Þau eru síðan bæði með hot svip sem gefur til kynna að þau séu að skemmta sér ótrúlega mikið. Fólkið sem dansaði þetta leit allavega út fyrir að vera að skemmta sér ótrúlega mikið.

house of blues
Á föstudagskvöldinu í L.A. fórum við alveg yfir 30 manns út að borða saman á house of blues, sem er veitingastaður við Sunset Strip. Það sem við vissum ekki var að í kjallaranum á þessum stað voru rapp-tónleikar í gangi og þess vegna löng röð af fólki fyrir utan. Við þurftum þó ekki að bíða í röð, en tókum vel eftir því hvað við vorum hvít. Ég prófaði einhvern kokteil sem þjónustu-gellan benti mér á, hann hér mad groovy penguin og samanstóð af vodka, súkkulaði og mintu. Mörgæsin stóðst væntingar, ójá. Eftir matinn gæddum við okkur frekar á kokteilum og öðru þynntu áfengi, síðan fór hópurinn að tvístrast í allar áttir. Ég fór í röðina á Viper Room með 10 öðrum, dyravörðurinn var með kolsvart og stíliserað hár og rosalegt attitude. Þegar hann var búinn að gefa grænt ljós á inngöngu okkar sagði hann í talstöðina sína að hann væri að senda inn 11 "extremely annoying people". Við sem vorum í aftari helmingi hópsins og heyrðum þetta snerum snarlega við og fórum út, hinir borguðu 20 dollara fyrir að fara inn og voru þar í korter og sögðu að það hefði ekki verið neitt gaman. Eftir að hafa sullað í sig áfengi á mismunandi skemmtistöðum endaði stór hluti hópsins á hótel fyllerí fram á morgun, þótt að rútan til Vegas ætti leggja af klukkan 8 um morguninn. Hvað segir maður aftur um svona... party down!!!

Næst: Vegas :)

Engin ummæli: