[Ath ég man ekki hvort ég hafi bloggað um nákvæmlega þetta áður eða bara ætlað að gera það, ef ég er að endurtaka hluti þá biðst ég afsökunnar.]
Áðan sat ég við skrifborðið mitt og var eitthvað að blaða í skipulagsbókinni minni, nótera það sem ég þarf að gera og muna að gera. Það er mikilvægt að muna ýmsa hluti. Síðan var mér litið á litlu svörtu bókina sem ég skrifa hluti í, t.d. skemmtilega frasa sem fólk segir. Það er gaman að muna svoleiðis. Þetta er afburða lélegur inngangur að því sem ég hef að segja. Ég ætla að birta hér lista sem ég skrifaði í lest á leiðinni frá London til Liverpool í ágústmánuði 2001. Með í för var Svanhvít
Things to find out:
1) "Mind the gap" raddirnar í tubinu (maðurinn á Victoria)
2) Hvað verður umm pissið þegar maður pissar í lest? Er það látið leka á teinana?
3) Hvað þýðir TIPPING ?
4) Hvaða eldsneyti er notað á lestar?
5) Hvað þýðir "the meek"
6) How does one boil a frog?
5 ummæli:
Úff, þetta var fyndinn listi, og mind-the-gap-maðurinn er ennþá óleyst gáta. Mín tilgáta er að til séu margir mismunandi takkar sem hægt er að ýta á til að stríða fólki. Hann GETUR ekki verið alvöru!
hvaðan hinar pælingarnar eru ættaðar man ég ekki svo gjörla, en líklega úr lestarferð frá london til liverpúl eða til baka;)
Svanhvít
Hvert langar þig að fara næst? ;)
Hmm.... Chile? Argentínu? Equador? Perú?
Sva.
Fyrst að þetta er búið að plaga þig frá 2001 þá get ég allavega komið með svör við þrennu fyrir þig ;)
Þegar maður pissar í lest þá er því skellt á teinana já en ekki á stöðvunum samt heldur þegar þær eru í óbyggðum svæðum. Var mikið talað um þetta í Noregi fyrir 2 árum og þeir eru núna komnir með tanka:)
Eldsneytið er aðalega rafmagn sem er þá þriðji teinninn eða í vírum fyrir ofan eða þá eldsneyti og þá aðalega dísel.
Og ástæðan fyrir að ég ákvað að skella inn kommenti er þetta með froskinn. :) Maður verður nefnilega að setja frosk í kalt vatn og setja það svo á pönnu og láta vatnið hitna. Ef að þú setur hann ofaní heitt vatn þá hoppar hann uppúr en annars er hann bara hinn rólegasti þangað til að þú getur borið hann fram :)
Annars vona ég að þú hafir það bara sem allra best og ég rekist oftar á þig í framtíðinni. :D
Vá, takk fyrir Sveinn :) mér líður miklu betur að vita þessa hluti, og núna sé ég að þetta voru ekkert svo heimskulegar spurningar eftir allt.
Verðum pottþétt að rekast meira í sumar :)
Svanhvít, góðar uppástungur, við finnum eitthvað út úr þessu.
Skrifa ummæli