mánudagur, apríl 03, 2006

Athugasemdir:
1) Við vorum búnar að vera nokkra daga í London og höfðum afskaplega gaman af því að ferðast um með túbinu og heyra röddina segja "mind the gap" og okkur langaði að vita hvort þetta væri alvöru manneskja á hverri lestarstöð eða spóla. Á sumum stöðvunum var gap-ið milli lestar og lestarpalls ansi mikið (næstum 1/2 metri). Ég man líka að okkur þótti kallinn á Victoria stöðinni einstaklega skemmtilegur, hann var augljóslega alvöru því hann sagði aukaorð inn á milli, t.d. Mind the gap, mind the gap please, mind the gap! og einu sinni sagði hann Mind the gap you silly boy!!!
2) Ég hef greinilega farið á klósettið í lestinni og farið að spá. Hef ekki komist að hvað er gert.
3) Man ekkert hvernig þessi pæling kom til, kannski Svanhvít muni það.
4) Hef ekk græna og veit ekki afhverju ég var að spá í því.
5) Á www.answers.com fæst um orðið meek: 1.humble in spirit or manner 2.very docile og 3.evidencing little spirit or courage. Finnst hinir auðmjúku ágæt þýðing á því sem ég var að spá í. Á síðunni stendur líka að orðið komi úr Middle English og hafi þar verið meke, sem aftur hefur skandinavískan uppruna og ku vera tengt norska orðinu mjukr (með bylgju ofan á u-inu) sem við getum öll tengt við íslenskt orð. Þá veit ég það loksins eftir 5 ára bið...!
6) Reikna með að það sé ekki ósvipað því og að sjóða hvað annað. Man samt ekki hvers vegna þessi pæling kom fram.

Þetta varð rosa löng pæling upp blaðsnepil, góðan blaðsnepil mind you (and the gap).

2 ummæli:

Elín sagði...

Oh Þura, þúrt æði ;)

Þura sagði...

:) þú líka!