Hversdagurinn, hvers er dagurinn?
Dagurinn í dag er fyrir margt merkilegur og magnaður.
Sem dæmi má nefna að flæðið minnkaði í einum mestu Skaftárhlaupum í manna minnum. Þetta hlaup er merkileg að því leiti að það byrjaði óvenju snöggt þannig að sprungur komu í jökulinn, en það fór ekki bara undir jökulinn eins og venjulega. Ég skilaði ritgerð, en það hef ég ekki gert síðan í menntaskóla. Hef skilað óteljandi* skýrslum og heimadæmum en engum ritgerðum. Jörðin var hvít í morgun, um miðjan dag var ágætis vorveður og í kvöld byrjaði aftur að snjóa. Sprengjutilræði var í ferðamannabænum Dahab í Egyptalandi í kvöld, í það minnsta 22 létust (sjá nánar á mbl.is). Líkur á því að fuglaflensa berist til Íslands eru hverfandi vegna þess að flestir farfuglarnir eru komnir eða á leiðinni (skv fréttum í sjónvarpi í kvöld). Í Nepal er það helst að frétta að konungurin ætlar að endurreisa þingið í landinu (sjá nánar á visir.is). Ég drakk 0,4 lítra af sprite á 7290 sekúndum. Þar með bætti ég fyrra met mitt um 173 sekúndur.
*Í alvöru ég gæti ekki talið hversu mörgum skýrslum og heimadæmum ég hef skilað þessi þrjú ár sem ég er búin að vera í háskólanum
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Þetta er magnað!
Mér fannst þetta mun áhugaverðara en það korter lífs míns sem fór í að fylgjast með viðtölum við bændur í nágrenni hlaupsins í Skaftá...
Takk Þura :)
Sniðugt, því ég hef skilað óteljandi ritgerðum og verkefnum í háskólanámi mínu, en engri skýrslu!
Svanhvít
Hákon, verði þér að góðu :)
og Svanhvít, þannig að þín háskólavera er mín háskólavera í mínus fyrsta veldi ;)
S=Þ^(-1)
Ég hef bæði skilað skýrslum (sem eru sennilega komnar í kringum 100 stk), verkefnum, fyrirlestrum, vinnubókum og einni heljarinnar bókmenntaritgerð (sem gaf mér reyndar lægstu einkunn sem ég hef fengið á öllum mínum skólaferli, 6,5).
Svona er að hafa stúderað beggja megin Suðurgötunnar ;)
Vona þó að Þura fái hærra fyrir sína ritgerð en ég fékk fyrir mína.
Japanskar miðaldabókmenntir eru ekkert smá mál sko...
Skrifa ummæli