miðvikudagur, janúar 04, 2006

Þura gegnum árin
Núna förum við í leik. Hérna eru 5 myndir af mér frá árunum 2001 til 2005. Leikurinn er þannig að þið segið mér hvaða Þura ykkur finnst skemmtilegust/flottust/hallærislegust. Ef kommentakerfið virkar ekki ennþá þá má líka senda mér póst. En ef þið viljið ekki að ég viti þá má líka bara hlæja að þessum myndum án þess að segja múkk. Þið megið líka segja hvaða Þuru þið kynntust fyrst.
(ártal er fyrir ofan hverja mynd)
2005 -ár hinnar miklu bjórdrykkju

2004 -sumar ferðalaga í flíspeysu

2003 -árið þar sem öll partý voru artí-fartí og ég var alltaf einhver úr star trek

2003 -blómaárið, ást, friður og bítlar

2001 -árið sem enginn man eftir lengur, twisted-hvað?

Því miður á ég ekki eldri myndir á stafrænu formi.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég hef þekkt allar þessar þurur og líkar bara betur við þær með árunum ef eitthvað er ;)

Svanhvít

Elín sagði...

Ég segi það sama, hvernig á maður að gera upp á milli bjórÞuru, útileguÞuru, partýÞuru, bítlaÞuru... það er helst að mér finnist vanta einhverjar hressar myndir úr STÆ703 hjá Þórarni eða EÐL403... 2004 myndin er samt alveg agalega sæt.

Nafnlaus sagði...

það vantar líka draughvíta Þuru með svart í kringum augun... en það er á hliðrænum tíma, svo ekki von...

Svanhvít

Steini sagði...

Allar Þurur eru góðar Þurur.

Þura sagði...

Það var ótrúlega mikið sem gerðist fyrir tíma stafrænna myndavéla, stæ703-Þura og sólarvörn nr. 50 Þura verða bara að lifa í minningunni ;)

Orri sagði...

Ég sakna svolítið Þuru sem var vinkona Elínar Maríu (það var frábært dúó sem ég kunni mjög vel við) og enn fornari tegund Þuru sem var vinkona Söndru Óskar.

Ég veit að það er viðkvæmt mál að minnast á þetta en þetta er það sem kom upp í kollinn á mér og ég hef þann ókost að segja það sem kemur í kollinn á mér.

Annars kýs ég auðvitað artí fartí Þuru því að ég er svo artí fartí sjálfur.

Þura sagði...

Þetta er ekkert viðkvæmt mál, fortíðin yfirgefur mann ekki svo glatt.