þriðjudagur, janúar 10, 2006

Af guðfræðingum og óhöppum

Í gærkvöldi var ég að keyra, með mér í bíl var Elín. Við vorum einmitt að spjalla um umferðaróhapp sem hún hafði lent í nokkrum dögum áður þegar aftan á mig klessir bíll, talandi um.... Sem betur fer var þetta mjög nett kless og ekkert sá á bimma mínum. Í sömu bílferð, þegar Elín hafði yfirgefið bifreiðina, fékk ég mér tyggjó. Á meðan hugsaði ég með mér hversu mikill daredevil ég væri að fá mér tyggjó undir stýri, lífið á jaðrinum í sinni skýrustu mynd. Um leið og sú hugsun var horfin fór strætó fyrir framan mig inn á stoppustöð, þetta er á Miklubrautinni þar sem má keyra á 80, en aðeins tveir þriðju hlutar strætó fóru út af götunni. Afgangs þriðjungurinn stöðvaðist fyrir framan mig á minni akrein, ég hafði snör handtök og sveigði út á næstu akrein, um annað var ekki að ræða. Bílstjórar í kring misstu sig á flautunum.

Tvær viðvaranir í röð, enginn daredevil í mínum bíl lengur.

Í dag fór ég í fyrsta tímann í námskeiði sem er kennt af guðfræðingi (nei ég er ekki búin að skipta ég er ennþá í verkfræði) það var eiginlega bara fyndið þegar hann spurði hópinn "er það einlægur ásetningur ykkar að sitja þetta námskeið?" Furðulegt hvað manni finnst setningar sem eru alveg ófyndnar vera fyndar þegar þær koma frá viðpassandi fólki.

Engin ummæli: