fimmtudagur, janúar 19, 2006

[Stutt blogg]
Ókei lélegasta afsökun í heimi, tölvan fraus þannig að langa bloggið týndist. En kaldhæðni örlaganna sáu til þess að bloggið var um löng og stutt blogg, og líka blogg sem hverfa.

Núna fylkjast lesendur síðunnar í tvær fylkingar:

(annars vegar) Þeir sem gráta tapið á langa blogginu og vita að heimurinn verður örlítið fátækari vegna þess að frábært blogg fullt af innsæi og gletni, lúmskum ísköldum húmor og beittri ádeilu, hvarf í tómarúm stafræns fábreytileika.

(hins vegar) Þeir sem velta fyrir sér hvað það hefði örugglega verið leiðinlegt að lesa einhverja langloku um óskrifaðan texta og eru ekkert minna en fegnir að textinn hvarf.

Já léttleiki tilverunnar er óbærilegur.

Engin ummæli: