Þá veit ég það, það les ENGINN þessa síðu (sjá neðar). Viskukornið sem ég ætla að taka með mér til ársins 2006 er að það borgar sig að segja Tindastóll þegar spurt er um körfuknattleikslið í Trivial. Já og líka drekka minna.
Árið 2005 var ágætis ár. Það var bæði styttra og áhugaverðara heldur en árið 2004, að minnsta kosti frá mínum bæjardyrum séð. Árið 2005 var ár tapaðra hluta, minnisleysis af völdum óhóflegrar neyslu áfengis og seinasti þriðjungur þess einkenndist af mikilli útslítandi vinnu.
Árið byrjaði á hefðbundinn hátt með hæfilegum hlutföllum af skóla og skemmtunum. Um páskana skrapp ég til Danmerkur og Spánar til að heimsækja Svanhvíti. Sú heimsókn stendur upp úr á árinu nema kvöldið þegar ég var rænd. Sumarið var það fyrsta í mörg ár sem ég fór ekkert til útlanda en til að bæta það upp fór ég í sex útilegur hverja annarri betri og labbaði laugarveginn með góðu fólki sem var alveg frábært. Þetta var gott sumar. Í haust og vetur var of mikið að gera hjá mér í skólanum þannig að lítið fór fyrir öðru en lærdómi. Nóvember er í móðu.
Er dáldið kvíðin fyrir næsta ári. Sjáum hvað setur.
Gleðilegt nýtt ár :)
fimmtudagur, desember 29, 2005
Ég og maðurinn minn erum búin að eiga margar góðar stundir saman um jólin og hafa það rosa gott. Hann er svo hlýr og tillitssamur, ég vissi ekki að svona menn væru til, hann kemur mér virkilega á óvart. Hann kemur mér líka oft á óvart, það er engin lognmolla í kringum hann. Ég fíla líka rosa vel frekar ófágað útlit hans, tepruskapur þekkist ekki á þeim bæ. Það er svo þægilegt og skemmtilegt að vera í kringum hann. Stundum finnst mér líka bara gott að vita að hann er nálægt þótt við séum að fást við mismunandi hluti... Sagði ég maðurinn minn, ég meinti auðvitað bíllinn minn!
Núna er ég loksins búin að redda jólagjöfinni í ár. Hún er frá mér til allra sem annars hefðu fengið frekar lélega gjöf frá mér. Í ár styrki ég Hjálparstarf kirkjunnar við að finna hreint vatn fyrir fólk í Mósambík, Malaví og Úganda. Ég er hvort sem er hundléleg að kaupa gjafir, þetta er miklu betra svona.
Næst er það bloggleikurinn:
Póstaðu í kommentin og ...
1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér hvaða bragð/matur/drykkur minnir mig á þig
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér eða þá eftirminnilegustu
5. Ég segi þér hvaða dýr/frægu manneskju þú minnir mig á
6. Ég segi þér eitthvað sem meikar bara sens fyrir mig og þig
7. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt fyrir mér lengi um þig
Núna er ég loksins búin að redda jólagjöfinni í ár. Hún er frá mér til allra sem annars hefðu fengið frekar lélega gjöf frá mér. Í ár styrki ég Hjálparstarf kirkjunnar við að finna hreint vatn fyrir fólk í Mósambík, Malaví og Úganda. Ég er hvort sem er hundléleg að kaupa gjafir, þetta er miklu betra svona.
Næst er það bloggleikurinn:
Póstaðu í kommentin og ...
1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér hvaða bragð/matur/drykkur minnir mig á þig
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér eða þá eftirminnilegustu
5. Ég segi þér hvaða dýr/frægu manneskju þú minnir mig á
6. Ég segi þér eitthvað sem meikar bara sens fyrir mig og þig
7. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt fyrir mér lengi um þig
þriðjudagur, desember 27, 2005
föstudagur, desember 23, 2005
Já ástarlíf mitt er eins og klippt út úr O.C.
Síðustu daga hef ég verið afar upptekin við að gera ekki neitt. Prófatörnin tók óvenju mikið á, sérstaklega af því að kennsla kláraðist ekki fyrr en þremur dögum fyrir fyrsta próf. Til að gefa lesendum smá innsýn í prófalesturinn tók ég saman stuttan lista:
Nr. 1 Vélarstofan í VR klukkan 23.30 á laugardagskvöldi, nokkrir verkfræðinemar sitja og læra og raula með "we don´t need no education..."
Nr. 2 Hversu viðeigandi er það að mest spilaði diskurinn í prófunum var the Wall?
Nr. 3 Eitt kvöldið komumst við að því hvernig væri best að velja kúrsa fyrir næstu önn, maður finnur bara þversummu námskeiðanúmera og velur það námskeið sem hefur hæstu þversummu.
Nr. 4 Þegar þekking er ekki til staðar tekur maður próf á gleðinni einni saman.
Nr. 5 Einn, einn, sex, fjórir, tveir.
Nr. 6 Klukkan er eftir átta.... TÍMI FYRIR BJÓR!
Nr. 7 Hei krakkar hvernig hljómar að hafa prófið 80% krossa og dregið niður fyrir röng svör????
Hafið þið séð mig meira edrú á einhverju próflokadjammi?
Síðustu daga hef ég verið afar upptekin við að gera ekki neitt. Prófatörnin tók óvenju mikið á, sérstaklega af því að kennsla kláraðist ekki fyrr en þremur dögum fyrir fyrsta próf. Til að gefa lesendum smá innsýn í prófalesturinn tók ég saman stuttan lista:
Nr. 1 Vélarstofan í VR klukkan 23.30 á laugardagskvöldi, nokkrir verkfræðinemar sitja og læra og raula með "we don´t need no education..."
Nr. 2 Hversu viðeigandi er það að mest spilaði diskurinn í prófunum var the Wall?
Nr. 3 Eitt kvöldið komumst við að því hvernig væri best að velja kúrsa fyrir næstu önn, maður finnur bara þversummu námskeiðanúmera og velur það námskeið sem hefur hæstu þversummu.
Nr. 4 Þegar þekking er ekki til staðar tekur maður próf á gleðinni einni saman.
Nr. 5 Einn, einn, sex, fjórir, tveir.
Nr. 6 Klukkan er eftir átta.... TÍMI FYRIR BJÓR!
Nr. 7 Hei krakkar hvernig hljómar að hafa prófið 80% krossa og dregið niður fyrir röng svör????
Hafið þið séð mig meira edrú á einhverju próflokadjammi?
I think not.
mánudagur, desember 19, 2005
Vísbending um að ég hafi geðveikt mikla sjálfsstjórn:
Ég veit að það er komin einkunn úr prófinu sem ég var í á fimmtudaginn en ég ætla ekki að líta á hana fyrr en ég er búin í prófum.... sem er á hádegi á morgun.
Vísbending um að ég hafi geðveikt litla sjálfsstjórn:
Ég er að blogga.
Ályktun út frá vísindalega reiknuðum niðurstöðum:
Ég hef sjálfsstjórn í meðallagi.
Borið saman við fræðilega lausn sést að stöðuga skekkjan er töluvert mikil (þ.e. ég hef frekar litla sjálfsstjórn í raunveruleikanum).
(Farin aftur í straumfræðina... það er vökvi eða loft í öllum dæmunum)
Ég veit að það er komin einkunn úr prófinu sem ég var í á fimmtudaginn en ég ætla ekki að líta á hana fyrr en ég er búin í prófum.... sem er á hádegi á morgun.
Vísbending um að ég hafi geðveikt litla sjálfsstjórn:
Ég er að blogga.
Ályktun út frá vísindalega reiknuðum niðurstöðum:
Ég hef sjálfsstjórn í meðallagi.
Borið saman við fræðilega lausn sést að stöðuga skekkjan er töluvert mikil (þ.e. ég hef frekar litla sjálfsstjórn í raunveruleikanum).
(Farin aftur í straumfræðina... það er vökvi eða loft í öllum dæmunum)
fimmtudagur, desember 15, 2005
þriðjudagur, desember 13, 2005
Það er ótrúlega lúmskt hvernig prófin ræna mann allri orku. Ég fór í próf í gær og ég var alveg hress þegar ég labbaði út á hádegi en seinna um daginn varð ég ótrúlega þreytt. Í allan dag var ég ennþá ótrúlega þreytt, sem er ekki gott því það eru próf eftir sem ég þarf að læra fyrir. z z z z z zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz
mánudagur, desember 12, 2005
þriðjudagur, desember 06, 2005
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)