miðvikudagur, apríl 07, 2004

Búin með eðlisfræðiskýrslu! Húrra fyrir mér! Hún tók ekki nema 21 klukkustund í vinnslu í heildina, hún var líka ekkert góð. Lengstan tíma tók mig að hætta að panika yfir hversu góða skýrslu kennarinn vildi og skrifa eitthvað niður á blað og skrifa svo meira og reyna svo að láta það líta gáfulega út. Skýrslan mín lúkkar alveg, innihaldið er rusl. Ég vonast til að fá B- eða hærra, það væri æði.

Ég er komin í páskafrí, jei (ekkert y er verk Halldóru). Páskafrí þýðir að maður þurfi ekki að mæta í tíma, ekki að ég hafi mætt í meira en 1 tíma á dag að meðaltali síðustu 2 vikurnar, ég er samt alveg að græða svona 8 klukkustundir á þessu + frímínútur og auðvitað spara hellings pening á því að þurfa ekki að kaupa mér snúð í skólanum. Á föstudeginum langa á maður að taka sér frí, þá ætla ég ekki að læra neitt, bara horfa á lélega sjónvarpsmynd um krossfestinguna á RÚV. Á páska dag ætla ég bara að gera þetta *hreyfing sem sýnir hendi brjóta súkkulaði af páskaeggi og setja það upp í munn* og kannski líka þetta *manneskja fer fram í eldhús og nær í meira súkkulaði* það verður dásamlegt.

Héðinn er farinn upp á Kárahnjúka, einmitt á sama parti úr degi og ég næ að klára öll brjálað mikilvægu skilaverkefnin, típískt. Núna loksins hef ég tíma til að gera eitthvað. Við fórum reyndar á Starsky Hutch í gærkvöldi, og viti menn hún er bara ýkt skemmtileg. Owen Wilson sem ég þoli venjulega ekki var þolanlegur, og Ben Stiller var æði, sérstaklega þegar karakterinn hans var under cover, ég hló svo mikið.

Engin ummæli: