Mánudagseftirmiðdagur klukkan 18.30, klukkan tifar, ég lít á símann minn og bölva því að það sendi mér enginn sms svo ég hafi afsökun til að taka mér pásu til að svara, hnakkinn á Brynju lítur miklu betur út en stærðfræðidæmið, hungurverkurinn og stressverkurinn sameinast í einn stóran verk, það er heitt og kalt til skiptis, stólinn er óþægilegur, æ ég gleymdi að gata eitt blað, það er ekki sérlega mikilvægt en það má nú ekki vera útundan, best að rölta í hinn endann á bókasafninu og gata aumingja blaðið, ég þarf allvega ekki að læra rétt á meðan.
Lýsingin hér að ofan á við flestar mínar vökustundir, mínúturnar líða, hægar og hægar, stundum verður maður bara að gefa sál sína fyrir klukkutíma af aukaeinbeitingu.
Fyrir tveimur vikum ákvað ég að drekka ekki meira fyrir próf, það gekk í 9 daga. Ég hafði afsökun á föstudaginn, ég fór í afmæli til Elínar og allir hinir voru að drekka. Það var gaman og það var meira gaman af því að ég var full, og það er gaman að drekka.
Dans í kvöld, gaman gaman. Ég reiknaði gamalt próf í lík&töl í dag (sem er á fimmtudaginn) og gat 2 og 1/2 dæmi af 6 sem þýðir að ég þarf bara að geta 1/2 í viðbót til að ná, gaman gaman. Því takmarki skal náð á morgun. Ég fékk 10 fyrir eðlisfræðiskýrsluna mína, gaman gaman, en ekki fyrir "eðlisfræðileg gæði" hennar þó, heldur ég tekkaði hana svo fínt (sem þýðir fyrir þá sem ekki vita humm humm setja í latex). Það er svo gaman að fá einkunn fyrir lookið en ekki innihaldið, það má alveg alltaf vera svoleiðis í eðlisfræði, það væri gaman gaman.
mánudagur, apríl 26, 2004
föstudagur, apríl 23, 2004
Það er allt að gerast. Verðandi japönskutalandi áhugamanneskja um lyf fæddist á þessum degi fyrir 2 tugum og 1 einu ári síðan. Til hamingju með daginn! Þjóðarskáldið fæddist einnig á þessum degi fyrir miklu fleiri tugum síðan, ég fæddist fyrir 21 ári og 3 dögum, allt að gerast, ég er að segja það.
Fór í lengsta stærðfræðitíma lífs míns í dag klukkan 3, gekk út tæpum þremur tímum síðar með hausinn fullan af vitneskju og andann fullan af löngun í bjór, samviskuna lemjandi andann fyrir að langa í bjór, hugann í sólbaði á norskri bryggju, þvagblöðruna fulla.... o.s.frv.
Afmælisdagurinn var hinn ágætasti, þeir sem þekkja mig vita að þetta er ekki uppáhaldsdagurinn minn á árinu en í þetta sinn var dagurinn góður. Ég fór með tveimur vitleysingum með kreditkort í Perluna að borða, köllum þá foreldri 1 og foreldri 2. Diffrum með tilliti til t og finnum normalvigursvið. Það var hin ágætasta skemmtun bæði fyrir mig og bragðlaukana mína, fannst við reyndar snúast frekar hratt, kannski var það bara grönne tuborg. Seinna um kvöldið kom krúið í heimsókn og ég fékk pakka. Og blés á 21 eitt kerti, því miður náði ég bara að slökkva á 20.
Takk allir sem mundu eftir afmælinu mínu :)
Fór í lengsta stærðfræðitíma lífs míns í dag klukkan 3, gekk út tæpum þremur tímum síðar með hausinn fullan af vitneskju og andann fullan af löngun í bjór, samviskuna lemjandi andann fyrir að langa í bjór, hugann í sólbaði á norskri bryggju, þvagblöðruna fulla.... o.s.frv.
Afmælisdagurinn var hinn ágætasti, þeir sem þekkja mig vita að þetta er ekki uppáhaldsdagurinn minn á árinu en í þetta sinn var dagurinn góður. Ég fór með tveimur vitleysingum með kreditkort í Perluna að borða, köllum þá foreldri 1 og foreldri 2. Diffrum með tilliti til t og finnum normalvigursvið. Það var hin ágætasta skemmtun bæði fyrir mig og bragðlaukana mína, fannst við reyndar snúast frekar hratt, kannski var það bara grönne tuborg. Seinna um kvöldið kom krúið í heimsókn og ég fékk pakka. Og blés á 21 eitt kerti, því miður náði ég bara að slökkva á 20.
Takk allir sem mundu eftir afmælinu mínu :)
sunnudagur, apríl 18, 2004
Rólegasta helgi í heimi, og það var bara voða næs. Ég var ýkt dugleg að læra, tekkaði hálfa eðlisfræðiskýrslu og alls konar skemmtilegt. Í gærkvöldi fór ég með mömmu og pabba í mat til Stellu frænku, það var heví næs maður. Við byrjuðum ekki að borða fyrr en um 9 og vorum að raða í okkur til hálf 12. Það sátu allir við borðstofuborðið og voru að spjalla og gríðarleg stemning skapaðist. Það var svo mikið hlegið að það var eins og við værum með live-studio-audience í stofunni til að hlægja með/fyrir/að okkur. Ég hafði planað að kíkja á Felix þar sem Atli var eitthvað að DJ-ast til miðnættis, en ég vildi ekki brake up the party allt of snemma og náði því ekki á Felix fyrr en 5 mínútur í og heyrði eitt lag. Fékk síðan að keyra mannskap og græjur upp á Vesturgötu, var Þura hjálpsama :). Ég vil þakka Atla og Tona fyrir að hafa labbað, Ellu fyrir að hafa haldið á græjunum, Svanhvíti fyrir að hitta foreldra mína í Smáralindinni (þú græddir a.m.k. einn viðskiptavin), Áslaugu fyrir að vera gella og Steina fyrir bílferðina.
Í morgun vaknaði ég klukkan hálf 9 og fór í Hreyfingu og síðan að læra, geri einhver betur!
Í morgun vaknaði ég klukkan hálf 9 og fór í Hreyfingu og síðan að læra, geri einhver betur!
föstudagur, apríl 16, 2004
Heimadæmi númer tvö á þrem dögum í burðarþolsfræði, dónaskapurinn í þessum manni, helst langar mig að sparka í hann. En ég ætla ekki að gera það, ástæða: ég er of hamingjusöm til að láta svona draga mig niður, ástæða 2: það gæti varðað brottvikningu. Hvers vegna er ég hamingjusöm? Jú ég er búin að fá vinnu fyrir sumarið eða þær 6 vikur sem mér þóknast að vinna áður en ég heiðra 3 lönd með nærveru minni (face Svanhvít! og ég fór til London í janúar). Úff hvað ég hljóma eins og ég sé að reyna að láta rigna upp í nefið á mér (hvernig hljómar það?). Ó vell ég er í góðu skapi, nettur prófkvíði í mér, var í Hreyfingu þar sem ég gekk fram af sjálfri mér, borðaði síðan góðan mat, hef aðgang að nettengdri tölvu, það er til blátt ópal, öll helstu líffæri virka, ég á nasa rúm, Bob Dylan finnst gaman að læra greiningu með mér, ég á góða fjöskyldu og vini og nóg að borða og þak yfir höfðið og what's not to like??? Ég missti mig þarna aðeins í hamingjuupptalningunni. Vá hvað mörg batman quote komu upp í kollinn núna.
þriðjudagur, apríl 13, 2004
Hneyksl! Geiri hélt upp á afmælið sitt í gær og hann bauð mér ekki!!!! Ég sem hélt að við værum svo miklir buddies, en nei nei, Þuru var ekki boðið.
Úff, það var gott að koma þessu frá sér. Páskafríið búið og svona, tími kominn að tjalda í VR á bókasafninu.
Í gær fór ég í fermingarveislu, alveg óvænt, ég vissi ekkert af henni. Til að leiðast ekki hafði ég það að markmiði mínu að tala við alla sem ég þekkti í veislunni, allar frænkurnar og mennina þeirra, fékk að halda á eins árs frænku minni Avril Aþenu sem er 1/4 íslensk, 1/4 mexíkósk og 1/2 kólombísk og svakalega sæt. Fljótlega var ég búin að tala við alla nema einn, Guðmundur Edgarsson ensku og stærðfræðikennari í MH var á svæðinu. Ég hugsaði að þetta gæti orðið athyglisvert. Ástæða: Ég þekki manninn ekki neitt, hef aldrei verið í tíma hjá honum og hef aðeins og eingöngu haft samskipti við hann í gegnum gerð busamyndarinnar frægu haustið 2002 þar sem ég og fleiri (og fleiri) spreyjuðum blóði á manninn meðan hann öskraði sem óður væri með vélsög í hönd, og þar af leiðandi vissi ég ekkert hvað ég gæti mögulega sagt við hann.
Anyway, þá "náði ég honum" þegar hann var að ná í kaffi handa kærustunni (heví gellu enskukennarinn sem ég veit ekki hvað heitir) og byrjaði að spjalla. Við töluðum svosem ekki um neitt merkilegt, nýju vinnuna hans, háskólann og bara svona hefðbundið. Eftir smá tíma sagði hann lúpulegur "ég verð víst að fara með kaffið til... já bless" og fór með kaffið til gellunnar. Ég glotti bara, en þegar ég fór að pæla í því þá fattaði ég að það var ég sem spurði hann út úr en ekki öfugt, ég hlýt að hafa virkað svaka ágeng... *hugs* En tilganginum var náð, mér leiddist ekki í veislunni.
Talandi um gamla kennara, ég rakst á einn í dag sem kenndur var við bókstaf á sínum tíma og við rifjuðum upp gömul kynni (ath. Héðinn ég svaf ekki hjá honum!). Þeir sem vilja vita meira geta bara hringt í mig ;)
Úff, það var gott að koma þessu frá sér. Páskafríið búið og svona, tími kominn að tjalda í VR á bókasafninu.
Í gær fór ég í fermingarveislu, alveg óvænt, ég vissi ekkert af henni. Til að leiðast ekki hafði ég það að markmiði mínu að tala við alla sem ég þekkti í veislunni, allar frænkurnar og mennina þeirra, fékk að halda á eins árs frænku minni Avril Aþenu sem er 1/4 íslensk, 1/4 mexíkósk og 1/2 kólombísk og svakalega sæt. Fljótlega var ég búin að tala við alla nema einn, Guðmundur Edgarsson ensku og stærðfræðikennari í MH var á svæðinu. Ég hugsaði að þetta gæti orðið athyglisvert. Ástæða: Ég þekki manninn ekki neitt, hef aldrei verið í tíma hjá honum og hef aðeins og eingöngu haft samskipti við hann í gegnum gerð busamyndarinnar frægu haustið 2002 þar sem ég og fleiri (og fleiri) spreyjuðum blóði á manninn meðan hann öskraði sem óður væri með vélsög í hönd, og þar af leiðandi vissi ég ekkert hvað ég gæti mögulega sagt við hann.
Anyway, þá "náði ég honum" þegar hann var að ná í kaffi handa kærustunni (heví gellu enskukennarinn sem ég veit ekki hvað heitir) og byrjaði að spjalla. Við töluðum svosem ekki um neitt merkilegt, nýju vinnuna hans, háskólann og bara svona hefðbundið. Eftir smá tíma sagði hann lúpulegur "ég verð víst að fara með kaffið til... já bless" og fór með kaffið til gellunnar. Ég glotti bara, en þegar ég fór að pæla í því þá fattaði ég að það var ég sem spurði hann út úr en ekki öfugt, ég hlýt að hafa virkað svaka ágeng... *hugs* En tilganginum var náð, mér leiddist ekki í veislunni.
Talandi um gamla kennara, ég rakst á einn í dag sem kenndur var við bókstaf á sínum tíma og við rifjuðum upp gömul kynni (ath. Héðinn ég svaf ekki hjá honum!). Þeir sem vilja vita meira geta bara hringt í mig ;)
sunnudagur, apríl 11, 2004
Ég held áfram að skrifa um mitt æsispennandi líf án þess að neinn kommenti, ef þið bara vissuð hvað það er spennandi!!!
Ég held að ég sé eitthvað að ruglast, eftir 11 tíma svefn í nótt + 2 tíma svefn í dag dustaði ég rykið af stærðfræðibókinni og reiknaði grein 12.8 sem átti að reiknast vikuna 13. til 19. febrúar, þvílíkur dugnaður. Tók síðan þátt í fjareldun í gegnum sms samskipti við móður mína, hagnaðurinn var tvíþættur, ég lærði að elda og mamma æfði sig að senda sms.
Mamma er ótrúleg. Pabbi gaf henni síma í valentínusargjöf og síðan þá hef ég unnið í sjálfboðavinnu við að kenna henni að senda sms, lesa sms, setja númer í símaskrána og fleira nauðsynlegt. Núna var hún að koma og gefa mér páskaegg, hún er nú alveg ágæt. Ég fékk málsháttinn: Hverjum þykir sinn fugl fagur sem er fyndið því fyrr í vikunni komu amma, Haukur, Jemer og Baldvin litli frændi í mat og þá fengu allir páskaegg númer 1 frá ömmu og þá fékk ég sama málshátt. Hver er þessi fugl minn sem mér þykir svona fagur???
Ég fór aðeins að djamma á föstudaginn langa, bara smá, það opnaði nebblega á Ara fyrir 12 og ég skellti mér með Stebba og vinum hans. Þeir voru heví næs og 2 af 3 keyptu bjór handa mér :) Það er ekki leiðinlegt að fá bjór. Eina leiðinlega var að ég asnaðist til að labba ein heim til mín, það stoppaði jeppi og bauð mér far en ég afþakkaði því mér leist ekkert á fertugan Oddgeir og félaga hans, vildi frekar vera blaut og köld.
Gleðilega páska, ég og eggið mitt ætlum að horfa á sjónvarp núna á meðan annað étur hitt!
Ég held að ég sé eitthvað að ruglast, eftir 11 tíma svefn í nótt + 2 tíma svefn í dag dustaði ég rykið af stærðfræðibókinni og reiknaði grein 12.8 sem átti að reiknast vikuna 13. til 19. febrúar, þvílíkur dugnaður. Tók síðan þátt í fjareldun í gegnum sms samskipti við móður mína, hagnaðurinn var tvíþættur, ég lærði að elda og mamma æfði sig að senda sms.
Mamma er ótrúleg. Pabbi gaf henni síma í valentínusargjöf og síðan þá hef ég unnið í sjálfboðavinnu við að kenna henni að senda sms, lesa sms, setja númer í símaskrána og fleira nauðsynlegt. Núna var hún að koma og gefa mér páskaegg, hún er nú alveg ágæt. Ég fékk málsháttinn: Hverjum þykir sinn fugl fagur sem er fyndið því fyrr í vikunni komu amma, Haukur, Jemer og Baldvin litli frændi í mat og þá fengu allir páskaegg númer 1 frá ömmu og þá fékk ég sama málshátt. Hver er þessi fugl minn sem mér þykir svona fagur???
Ég fór aðeins að djamma á föstudaginn langa, bara smá, það opnaði nebblega á Ara fyrir 12 og ég skellti mér með Stebba og vinum hans. Þeir voru heví næs og 2 af 3 keyptu bjór handa mér :) Það er ekki leiðinlegt að fá bjór. Eina leiðinlega var að ég asnaðist til að labba ein heim til mín, það stoppaði jeppi og bauð mér far en ég afþakkaði því mér leist ekkert á fertugan Oddgeir og félaga hans, vildi frekar vera blaut og köld.
Gleðilega páska, ég og eggið mitt ætlum að horfa á sjónvarp núna á meðan annað étur hitt!
föstudagur, apríl 09, 2004
Í dag er dagurinn sem er bannað að gera nokkuð á, eða það segir mamma að afi sinn hafi sagt. Þar sem ég hef ekki haft neitt að gera í allan dag (eða þessa 5 tíma sem ég er búin að vera vakandi) þá ákvað ég að búa til nýtt myndaalbúm með myndum úr partýinu hjá Jónatani fyrir einum og hálfum mánuði eða eitthvað. Ég var að fatta að ég er búin að nota myndavélina mína svakalega lítið undanfarið, sem bendir kannski til að ég drekki of mikið. Neee það getur ekki verið.
Það er skemmtileg mynd (athugið skemmtileg, ekki góð) mynd af mér og Brynju á Jógúrt síðunni, við erum að segja "kjöt" því Svava Dóra kenndi mér að maður ætti að segja kjöt ef maður ætlar að vera sexý á mynd. Nema hvað það virkaði ekki!!!! Hvað klikkaði hjá okkur?
Hinar bland í poka myndirnar eru flestar annars mjög góðar/skemmtilegar.
Það er skemmtileg mynd (athugið skemmtileg, ekki góð) mynd af mér og Brynju á Jógúrt síðunni, við erum að segja "kjöt" því Svava Dóra kenndi mér að maður ætti að segja kjöt ef maður ætlar að vera sexý á mynd. Nema hvað það virkaði ekki!!!! Hvað klikkaði hjá okkur?
Hinar bland í poka myndirnar eru flestar annars mjög góðar/skemmtilegar.
fimmtudagur, apríl 08, 2004
Skírdagur, aaaaah, ég elska daga sem heita eitthvað sérstakt, sérstaklega þá sem láta vera lokað í VR-II svo maður fær afsökun fyrir að læra ekki. Reyndar var opið í dag, en ég fór ekki, ég fór í ferminguna hennar Ásdísar frænku. Það var bara stuð, ég borðaði blóð og líkama krists sem var ekkert gott á bragðið. Borðaði síðan grillpinna, hrísgrjónarétt, salat, ávexti, kökur og súkkulaði og drakk bjór og kaffi og leið VEL. Labbaði síðan með litla frænda mínum sem er 13 mánaða, hann getur næstum labbað sjálfur, þarf bara að halda í einn fingur á manni og hleypur út um allt. Hlustaði síðan á Rögnu frænku telja upp öll vöðvaheiti sem hún kann á latínu og fleira skemmtilegt.
Ég er komin með nýtt mottó (í staðin fyrir: You can't make an omlett without braking a few eggs) og það er: Ég drekk bara á dögum sem enda á 'r'. Svenni, vinur hans Stebba sagði þetta, hann drekkur reyndar ekki en hugsunin á bakvið er góð.
Ég er komin með nýtt mottó (í staðin fyrir: You can't make an omlett without braking a few eggs) og það er: Ég drekk bara á dögum sem enda á 'r'. Svenni, vinur hans Stebba sagði þetta, hann drekkur reyndar ekki en hugsunin á bakvið er góð.
miðvikudagur, apríl 07, 2004
Búin með eðlisfræðiskýrslu! Húrra fyrir mér! Hún tók ekki nema 21 klukkustund í vinnslu í heildina, hún var líka ekkert góð. Lengstan tíma tók mig að hætta að panika yfir hversu góða skýrslu kennarinn vildi og skrifa eitthvað niður á blað og skrifa svo meira og reyna svo að láta það líta gáfulega út. Skýrslan mín lúkkar alveg, innihaldið er rusl. Ég vonast til að fá B- eða hærra, það væri æði.
Ég er komin í páskafrí, jei (ekkert y er verk Halldóru). Páskafrí þýðir að maður þurfi ekki að mæta í tíma, ekki að ég hafi mætt í meira en 1 tíma á dag að meðaltali síðustu 2 vikurnar, ég er samt alveg að græða svona 8 klukkustundir á þessu + frímínútur og auðvitað spara hellings pening á því að þurfa ekki að kaupa mér snúð í skólanum. Á föstudeginum langa á maður að taka sér frí, þá ætla ég ekki að læra neitt, bara horfa á lélega sjónvarpsmynd um krossfestinguna á RÚV. Á páska dag ætla ég bara að gera þetta *hreyfing sem sýnir hendi brjóta súkkulaði af páskaeggi og setja það upp í munn* og kannski líka þetta *manneskja fer fram í eldhús og nær í meira súkkulaði* það verður dásamlegt.
Héðinn er farinn upp á Kárahnjúka, einmitt á sama parti úr degi og ég næ að klára öll brjálað mikilvægu skilaverkefnin, típískt. Núna loksins hef ég tíma til að gera eitthvað. Við fórum reyndar á Starsky Hutch í gærkvöldi, og viti menn hún er bara ýkt skemmtileg. Owen Wilson sem ég þoli venjulega ekki var þolanlegur, og Ben Stiller var æði, sérstaklega þegar karakterinn hans var under cover, ég hló svo mikið.
Ég er komin í páskafrí, jei (ekkert y er verk Halldóru). Páskafrí þýðir að maður þurfi ekki að mæta í tíma, ekki að ég hafi mætt í meira en 1 tíma á dag að meðaltali síðustu 2 vikurnar, ég er samt alveg að græða svona 8 klukkustundir á þessu + frímínútur og auðvitað spara hellings pening á því að þurfa ekki að kaupa mér snúð í skólanum. Á föstudeginum langa á maður að taka sér frí, þá ætla ég ekki að læra neitt, bara horfa á lélega sjónvarpsmynd um krossfestinguna á RÚV. Á páska dag ætla ég bara að gera þetta *hreyfing sem sýnir hendi brjóta súkkulaði af páskaeggi og setja það upp í munn* og kannski líka þetta *manneskja fer fram í eldhús og nær í meira súkkulaði* það verður dásamlegt.
Héðinn er farinn upp á Kárahnjúka, einmitt á sama parti úr degi og ég næ að klára öll brjálað mikilvægu skilaverkefnin, típískt. Núna loksins hef ég tíma til að gera eitthvað. Við fórum reyndar á Starsky Hutch í gærkvöldi, og viti menn hún er bara ýkt skemmtileg. Owen Wilson sem ég þoli venjulega ekki var þolanlegur, og Ben Stiller var æði, sérstaklega þegar karakterinn hans var under cover, ég hló svo mikið.
mánudagur, apríl 05, 2004
[neikvæða bloggið]
Búnar að skila AutoCAD, það var algjört kodak-moment þegar við loksins settum verkefnið í hólfið hjá kennaranum. Að skila gekk samt ekki vandræðalaust, fórum í dag 3 ferðir á prentunarstaðinn í röð þangað til ætlunarverkinu var loksins lokið. Ég held að allir starfsmennirnir í Samskiptum þekki okkur núna, vorum þar nokkrum sinnum á laugardag líka. Ég ætti að vera hamingjusöm núna og ég finn fyrir ákveðnum létti en núna þarf ég að gera eðlisfræðiskýrslu. Ekki að það sé mjög erfitt eða að það taki svo langan tíma. Málið er bara að ég er hjá sama kennara og í fyrra og sá maður hefur svo svakalega hátt álit á mér. Í fyrra gerði ég ömurlega skýrslu og ég held hann hafi verið persónulega sár yfir því. Núna sagði hann við mig: ÞÚ veist hvað þú getur gert, ég vil góða skýrslu! Pressan er of mikil, ég held ég geti ekki gert neina góða skýrslu, ekki eins góða og hann vill fá. Svo er próf á morgun og 2 heimadæmi og Héðinn er í bænum og hann er eiginlega ekkert búinn að sjá mig síðan hann kom og mig langar í dans í kvöld og og og og og og
Það er bara allt ómögulegt!
Þetta er samt allt að skána, ég var í álveg brjáluðu skapi í gærkvöldi og í morgun, núna er ég farin að sætta mig við örlög mín. Ég verð bara að sitja fyrir framan tölvuna í marga klukkutíma í viðbót og bara deyja eða eitthvað.
Búnar að skila AutoCAD, það var algjört kodak-moment þegar við loksins settum verkefnið í hólfið hjá kennaranum. Að skila gekk samt ekki vandræðalaust, fórum í dag 3 ferðir á prentunarstaðinn í röð þangað til ætlunarverkinu var loksins lokið. Ég held að allir starfsmennirnir í Samskiptum þekki okkur núna, vorum þar nokkrum sinnum á laugardag líka. Ég ætti að vera hamingjusöm núna og ég finn fyrir ákveðnum létti en núna þarf ég að gera eðlisfræðiskýrslu. Ekki að það sé mjög erfitt eða að það taki svo langan tíma. Málið er bara að ég er hjá sama kennara og í fyrra og sá maður hefur svo svakalega hátt álit á mér. Í fyrra gerði ég ömurlega skýrslu og ég held hann hafi verið persónulega sár yfir því. Núna sagði hann við mig: ÞÚ veist hvað þú getur gert, ég vil góða skýrslu! Pressan er of mikil, ég held ég geti ekki gert neina góða skýrslu, ekki eins góða og hann vill fá. Svo er próf á morgun og 2 heimadæmi og Héðinn er í bænum og hann er eiginlega ekkert búinn að sjá mig síðan hann kom og mig langar í dans í kvöld og og og og og og
Það er bara allt ómögulegt!
Þetta er samt allt að skána, ég var í álveg brjáluðu skapi í gærkvöldi og í morgun, núna er ég farin að sætta mig við örlög mín. Ég verð bara að sitja fyrir framan tölvuna í marga klukkutíma í viðbót og bara deyja eða eitthvað.
sunnudagur, apríl 04, 2004
8 dagar af AutoCAD vinnu eru búnir, dag og nótt hef ég setið við tölvuna og gert
ucs [enter]
n [enter]
3 [enter]
síðan vel ég þrjá punkta og er kominn með nýtt sjónarhorn á fokkings festinguna sem festir vegginn á tækinu við botninn. And it just goes on and on.... og ég að klikkast! Núna erum við búnar, ekki búnar að fokking skila útaf því að það var fokking vírus í tölvunni á prentstofunni, fokk!
Eftir gott ljótufatapartý hjá músíkalska parinu á föstudaginn ákvað ég að skella mér á aðalfund Vélarinnar á laugardagskvöldið. Þar var fundurinn frá því daginn áður kláraður og ný stjórn kosin. Ég kaus rétt alltaf nema einu sinni. Ég lenti meira að segja í embætti, fulltrúi IASTEE (örugglega vitlaust stafað hjá mér, kenni þynnkunni um það), ég veit ekki hvað það er eða hvað ég þarf að gera, en ég lét hafa mig út í þetta og það verður kannski bara gaman.
Meðan á fundinum stóð var takmarkað magn af bjór og snakki í boði. Seinna um kvöldið opnaði barinn og það var opinn bar með öllu sem drykkjusjúkur hugurinn girntist fram á nótt. Ég fatta aldrei þegar ég drekk eitthvað sterkara en bjór að það er sterkara en bjór og þamba því eins hratt og ef um bjór væri að ræða. Af því leiðir oftast/alltaf að ég verð pissfull og á því urðu engin frávik í gærkvöldi. Afrek kvöldsins voru ekki mörg en þar má helst nefna að ég og hann sættumst 100%, það var ákveðið móment. Ég böggaði Hlyn að venju (hann var orðinn ýkt pirraður), datt næstum því á dansgólfinu (rétt náði að redda mér) og bara skemmti mér stórvel þó ég muni ekki alveg eftir öllu. Kærastan hans Jónasar (sem ég þekki ekki neitt) dró mig í rútuna í bæinn, og ég endaði á Sólon. Það var bara óþægilegt að vera þar þannig að ég fór snemma heim, full.
Fór að sofa full, vaknaði klukkan 9 drulluþunn, eða ennþá full. Vakti Héðinn en hann vildi ekki fara út að leika, hann vildi sofa til 12. Núna er ég í skólanum að þykjast gera eðlisfræðiskýrslu, en mér er svo illt í hausnum að ég fókusa eiginlega ekki á skjáinn. Langar heim að sofa!
ucs [enter]
n [enter]
3 [enter]
síðan vel ég þrjá punkta og er kominn með nýtt sjónarhorn á fokkings festinguna sem festir vegginn á tækinu við botninn. And it just goes on and on.... og ég að klikkast! Núna erum við búnar, ekki búnar að fokking skila útaf því að það var fokking vírus í tölvunni á prentstofunni, fokk!
Eftir gott ljótufatapartý hjá músíkalska parinu á föstudaginn ákvað ég að skella mér á aðalfund Vélarinnar á laugardagskvöldið. Þar var fundurinn frá því daginn áður kláraður og ný stjórn kosin. Ég kaus rétt alltaf nema einu sinni. Ég lenti meira að segja í embætti, fulltrúi IASTEE (örugglega vitlaust stafað hjá mér, kenni þynnkunni um það), ég veit ekki hvað það er eða hvað ég þarf að gera, en ég lét hafa mig út í þetta og það verður kannski bara gaman.
Meðan á fundinum stóð var takmarkað magn af bjór og snakki í boði. Seinna um kvöldið opnaði barinn og það var opinn bar með öllu sem drykkjusjúkur hugurinn girntist fram á nótt. Ég fatta aldrei þegar ég drekk eitthvað sterkara en bjór að það er sterkara en bjór og þamba því eins hratt og ef um bjór væri að ræða. Af því leiðir oftast/alltaf að ég verð pissfull og á því urðu engin frávik í gærkvöldi. Afrek kvöldsins voru ekki mörg en þar má helst nefna að ég og hann sættumst 100%, það var ákveðið móment. Ég böggaði Hlyn að venju (hann var orðinn ýkt pirraður), datt næstum því á dansgólfinu (rétt náði að redda mér) og bara skemmti mér stórvel þó ég muni ekki alveg eftir öllu. Kærastan hans Jónasar (sem ég þekki ekki neitt) dró mig í rútuna í bæinn, og ég endaði á Sólon. Það var bara óþægilegt að vera þar þannig að ég fór snemma heim, full.
Fór að sofa full, vaknaði klukkan 9 drulluþunn, eða ennþá full. Vakti Héðinn en hann vildi ekki fara út að leika, hann vildi sofa til 12. Núna er ég í skólanum að þykjast gera eðlisfræðiskýrslu, en mér er svo illt í hausnum að ég fókusa eiginlega ekki á skjáinn. Langar heim að sofa!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)