Sætt jólafrí á enda og súr skóli tekinn við. Fyrsti dagurinn í dag og Þura átti í mestu erfiðleikum með að fatta að hún væri að gera eitthvað annað en að fara á útsölu en sá starfi hefur étið daga mína að undanförnu. Ég reiknaði með að það yrði bara létt kynning á tímunum sem ég var að fara í í morgun og var ekki búin að kaupa glósubækur á útsölu eða neitt, boy was I wrong, Ari Ólafsson verklegrareðlisfræðikennari talaði niður til okkar um ljós í 45 mínútur, mér fannst hann ekkert skemmtilegur. Síðan kom að tækniteikningu þar sem kennarinn sagði að það yrði keyrt MJÖG hratt fyrstu 8 vikurnar og byrjaði síðan að kenna. Að lokum hlustaði ég á klukkutíma ræðu um dásemdir Kárahnjúkavirkjunar í því áhugaverða námskeiði Verkfræðingurinn og umhverfið sem er sérstaklega hannað til þess að þegar fullir líffræðinemar fara að rökræða við fyllri verkfræðinema eftir miðnætti niðri í bæ þá geti verkfræðinemarnir svarað fyrir sig, og svona útskýrði prófessorinn þetta og hananú! Hélt síðan áleiðis í Bóksöluna til að kaupa eina skólabók, komst að því að ég átti ekki fyrir henni. Ég og Dagný komumst í verklega tímann sem okkur langaði í út á brosið hennar Dagnýjar.
Eftir hádegi fór ég og braut blað... í sögu lífs míns, kyngdi öllum ljótyrðum sem ég hef nokkurntíman sagt um líkamsræktarstöðvar og fór í Hreyfingu. Þeir vildu endilega gefa mér 6 daga prufupassa og Þura gat ekki neitað því. Hvað er næst, ljósakort??? I think not. Núna byrja ég að pumpa á fullu, byrja því næst á þremur tegundum af fæðubótarefnum, hætti í skóla, tek þátt í nautgripasýningu og og og ég gæti alveg eins skotið mig í hausinn strax.
miðvikudagur, janúar 07, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli