"Mind the gap", "This is a central line train to Ealing Broadway", "Pease mind the gap between the train and the platform", "This is Oxford Circus change here for the Victoria and Bakerloo lines." Þessar setningar heyrir maður ansi oft þegar maður ferðast með túbinu í London og ég er núna með á heilanum.
Það var æðislegt í London, 27 fermetra hótelherbergið var algjört æði, það var bara allt gaman. Ég og Héðinn flugum með Iceland express eftir hádegi á fimmtudaginn og ég fíla þetta flugfélag í botn, ekkert öryggisvídeó, engum ógeðslegum flugvélamat troðið ofaní mann, ekkert minna fótapláss heldur en hjá Icelandair, bara dámsamlegt. Fórum með lest á Liverpool Street Station og tókum túbið á hótelið. Túbstöðin okkar var Shepard´s Bush sem central línan stoppar á, sem þýðir að við þurftum aldrei að skipta um lest til að fara í bæinn, mæli með því. Það fyrsta sem við gerðum þegar við komum út úr lestinni var að votta kónginum virðingu, já við fórum á Burger King. Héðinn elskar hann, ég fann eiginlega bara plastbragð.
Við vöknuðum klukkan 7 á föstudagsmorgninum og það eru ekki ýkjur! Við byrjðum á að borða continental morgunverð sem samanstóð af croissöntum og ávöxtum, ágætt fyrstu 2 dagana en síðan crap. Þar á eftir nýttum við okkur líkamsræktarstöðina á hótelinu og fórum síðan út. Byrjðum á Harrod´s og versluðum vondan ís, fórum síðan að versla á Oxford Street. Héðinn missti sig alveg í H&M og labbaði út með stóran poka. Fórum frekar snemma heim til að gera okkur til fyrir Lion King showið sem við áttum miða á um kvöldið. Við fundum ítalskan veitingastað rétt hjá leikhúsinu og fengum soðið lambakjöt, soðnar kartöflur og heimalagaða sósu fyrir aðeins 10 pund á mann. Þetta var eins og það hefði verið eldað af mömmu minni. I leikhúsinu var geðveikt gaman (Héðni fannst ekkert spes), búningarnir voru samt eiginlega bestir, þeim tókst að gera dýrin mjög raunveruleg og flott. Tveir gaurar voru gíraffar, þeir voru á hand- og fótstultum og með gíraffaháls á hausnum og þeir voru alveg með gíraffamovin. Ed, fyndna hýenan, var alveg eins og í teiknimyndinni. Tímon og Púmba voru geðveikir. Það var bara allt svo flott og allir sungu svo vel.
Laugardagur: Fyrst kíktum við á Museum of Natural History bara til að geta sagst hafa farið á safn og það var ókeypis. Röltum Oxford í hina áttina miðað við gærdaginn og fengum okkur kaffi og köku á Starbucks sem olli mér miklum vonbrigðum, keyptum meiri föt. Dagurinn fór að mestu leyti í svoa dútl. Um kvöldið fengum við okkur burger á þeim góða stað Anyway sem er í verslunarmiðstöð rétt hjá hótelinu og þvílíkur burger, VÁ! Ég fékk mér venjulegan ostborgara með cheddar osti og kjötið var tæpir 2 sentimetrar á þykkt, pælið í því. Héðni, sem er mikill burgermaður og þekktur fyrir að geta klárað súper stóra burgera, honum tókst næstum ekki að klára sinn. Ég ætla pottþétt að fá mér svona aftur, þessi staður er í lítilli verslunarmiðstöð beint á móti þegar maður kemur út af Shepard´s Bush stöðinni og heitir hann Anyway eins og áður hefur komið fram. Við vorum þreytt en langaði samt að gera eitthvað þ.a. við fórum í bíó á the Last Samurai. Það kostaði reyndar aðeins meira heldur en á Íslandi en sætin voru miklu betri og salurinn miklu betri en gengur og gerist hér, maður sá vel þótt að það sæti stór maður fyrir framan mann.
Sunnudagurinn hófst á göngu um Hyde Park. Við sáum íkorna og Héðinn sagði að ég hefði tekið fleiri myndir að þeim heldur en ég tók af honum alla ferðina sem er ekki satt. Röltum enn og aftur um miðbæinn og kíktum í búðir, löbbuðum síðan yfir Tower Bridge, stemning í því. Við komumst meira að segja út af kortinu. Kvöldið var algjört letikvöld, við byrjuðum á því að sofna í 2 tíma þegar við komum heim. Þegar við vöknuðum var Spiderman í sjónvarpinu, við horfðum á hana og pöntuðum kvöldmat, fish and chips, með room service. Fiskurinn var frekar vondur og kókið dýrt en við gátum borðað uppí rúmi og horft á sjónvarpið á meðan og það var stemning í því, þannig að rauninni var fiskurinn góður.
Á mánudeginum, síðasta deginum tókum við daginn snemma pökkuðum og fórum út. Ég þvældist óvart inn í verslunina Pilot á Oxford Street og labbaði út með risa poka af fötum fyrir aðeins rúman 10 þúsund kall, ekki var það leiðinlegt. Röltum um SOHO hverfið og komumst í listamannafíling, fórum á Lecester Square og fengum okkur Ben&Jerry´s chocolat cookie fudge, namminamm. Römbuðum síðan inn í Kínahverfið, það var alveg magnað, hefðum viljað vera þar lengur en þurftum því miður að taka lest út á flugvöll. Við fórum inn i kínverska búð og það var eins og að labba inn í aðra heimsálfu, hreint út sagt magnað. Á flugvellinum keypti ég NIKE skó, það var gaman og síðan flugum við heim. Lentum rétt fyrir 11 um kvöldið. Ég var ekkert smá ósátt að þurfa fara heim, mig langaði bara að vera lengur. Ég elska London. En all good things must come to an end, núna verð ég að halda áfram að gera eðlisfræðidæmi *dæs*. London baby, the place to be...
miðvikudagur, janúar 28, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli