föstudagur, janúar 02, 2004

~ÉG NÁÐI EÐLISFRÆÐIPRÓFINU!!! og nýtt ár er komið~

2004... árið byrjaði á ofdrykkju minni og djammi, ég fór með nokkrum dansfríkum á breikbít kvöld á þeim sveitta stað kapital, þar fríkuðum við út í dansi fram á morgun eða dönsuðum af okkur rassgatið eins og Elín hefði sagt. Kvöldið féll í skugga af endalokum þess, Atli og Svenni voru lamdir á leiðinni heim af ástæðulausu. Þeir voru að labba þegar einhverjir gaurar sem þeir þekktu ekki neitt réðust aftanað þeim, felldu þá og byrjuðu að lemja þá og sparka í andlit þeirra. Ljótu gaurar, ég bara trúi því ekki að þetta geti gerst, ástæðan var engin, maður verður bara reiður af því að hugsa um þetta.

Vaknaði þunn á nýársdag, tókst að losna við þynnkuna og gera mig til fyrir nýársdansleik kod. Það sem gerði alveg út af við þynnkuna var spænski þynnkubaninn hennar Svanhvítar...með súkkulaði og ég mætti hress á ballið. Það var villiréttahlaðborð, það eina "villi"-eitthvað sem ég sá var uppstoppaði refurinn sem var til skrauts annars fannst mér þetta vera hefðbundið. Ekki það að ég hafi borðað mikið, ég borðaði aðeins 1/4 laufabrauð og bjó síðan til hús úr rúgbrauðinu mínu, eitthvað varð ég að fá fyrir peningana mína. Idiot-atriði jógúrts gekk mjög vel sem Óli Grens rústaði með glæsilegum flutningi á Óli var lítill... og Sigga Beinteins hvað? Brynja sýndi klárlega bestu leikrænu tilburðina þótt allir hinir hafi verið fínir líka (ekki vera sárir strákar!). Hápunktur kvölsins var þegar ég og Stebbi unnum (ókey urðum í öðru sæti) í ásadansinum þótt við höfum haft það að markmiði allan tímann að detta út, eins og Gunnar yngri sagði "Það hafðist að lokum". Við vorum samt ekkert fúl því við fengum kassa af dýru og fínu konfekti, godiva. Namminamm... Í lok kvöldsins kom í ljós að bíllinn hans Stebba er EKKI betri en bíllinn minn!!!!

Já og ég náði eðlisfræðiprófinu mínu, ég held samt að ég hafi verið búin að minnast á það. Það er þungu fargi af mér létt, núna er bara eitt námskeið sem ég er hrædd um að falla í. Nema þetta sé eins og Brynja sagði, þegar maður heldur að manni hafi gengið ömurlega þá nær maður, en síðan fellur maður í einhverju sem maður hélt að maður hafi flogið í gegnum. Ó mæ god, stærðfræðigreiningin!!! Meiri áhyggjur fyrir mig. Ég hef þó a.m.k. öruggt þak yfir höfuðið annað en sumir.

Engin ummæli: