sunnudagur, september 27, 2009

Hvað hefur Þura verið að gera síðan í júní?

Ég var að líta á aulabarnið og sá að ég birti síðast færslu í júní. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Ég hætti í tímabundnu vinnunni minni og fór í langþráð frí á klakann. Það var í byrjun júlí. Ég var með hnút í maganum allan tíman, og yfir mig stressuð að ég næði ekki að hitta alla sem ég vildi (og borða allt sem ég vildi). Og ég náði því ekki. En ég náði að taka þessa mynd af Eldborg.

Þegar ég kom til baka til London varð ég enn stressaðri en áður því ég átti að byrja í nýrri vinnu nokkrum dögum seinna. Það var um miðjan júlí. Svo byrjaði ég í nýju vinnunni hjá easyJet. Ég komst fljótt að því að vinnan er geðveikt eeeeeeasy þannig að ég hafði verið stressuð að óþörfu. Það eina sem ég þarf að gera er að make more money, ekki make less money eða make no money eða neitt þannig.

Fyrstu 6 vikurnar í nýju vinnunni þurfti ég að ferðast frá austur London upp á Luton flugvöll. Eftir það fluttum við Dé í nýja íbúð nær lestinni sem fer upp á flugvöll. Það er awesome.

Í hnotskurn, þá hef ég verið að vinna, ferðast í og úr vinnu, flytja og versla í IKEA.

END

P.S. Ég er ekki orðin 17 ára aftur, þó það mætti halda það þegar ég les aftur yfir textann sem ég var að skrifa.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Skilja eftir athugasemd.

Arnór sagði...

Ætlarðu þá að hætta þessu stressi, stelpa?

Begga sagði...

Blogg !!
awúúúhhúhuhúh
ég ætla að lika skilaboðin þín á facebook og jafnvel að gefa þér blogg í staðin, þýðir þetta að þú sért komin með net ?

Begga sagði...

hey, gleymdi líka að segja að ég fíla þig systir (í báðum merkingum) ég get auðveldlega sturlast af stressi, sérstaklega í sambandi við skóla eða vinnu, og þá sérstaklega nýja vinnu. Held að average stress levelið sé líka alveg vel yfir heilsumörkum. Sæll er stresslaus maður (en örugglega feitur samt)

Þura sagði...

Arnór: Er að reyna, en það er alltaf stressandi að reyna að hætta hlutum :P

Begga: You are welcome! Er komin með net já. Takk fyrir fílið :)