fimmtudagur, desember 17, 2009

Þreytt, uppgefin, á leið í frí

Enskri (bein)þýðingu bætt við 22. des / english translation added December 22nd.

Ég fékk sjokk um daginn þegar ég áttaði mig á því að ég væri búin að vinna hjá eeeeasyJet í 5 mánuði. Ég trúi því ekki ennþá, ég þurfti að telja á puttunum rétt í þessu "miður ágúst, sept, okt, nóv og des... júbb 5 mánuðir, passar". Á þessum 5 mánuðum er ég ekki búin að taka neitt frí og það er bara búinn að vera einn bank holiday og hann var í lok ágúst, sem mér líður eins og að sé fyrir heilli öld. Langt jólafrí á Íslandi er kærkomið akkurat núna, og það byrjar á morgun! Það eina sem ég þarf að gera er að power through tvo vinnudaga, pakka, koma mér uppá flugvöll og badabing, þá verð ég komin í frí!

Það var jólapartý í vinnunni á mánudagskvöldið, já mánudags. Hjá deildinni minni það er að segja. Mánudagskvöld varð fyrir valinu því fólkið sem vinnur við markaðsetningu á meginlandinu þrjá daga í viku og kemur bara til höfuðstöðva í Luton mánudaga til þriðjudaga varð að vera með. (Alltaf gaman að heyra á mánudagsmorgnum þegar það er skítkalt í Englandi, oh it's 25 degrees and sunny in Paris). Anyways partýið. Það var haldið á brasilískum stað sem hefur kúrekakvöld á mánudögum, frekar spes. Ég var í kjól og fór því ekki á nautið. Eftir að yfirmennirnir fóru heim var djammað fram eftir nóttu, og svo mætt í vinnuna örfáum tímum seinna. Og fólk virtist ekkert hafa fyrir því.

Jæja, verð að gera mig til fyrir vinnu. Yfir og út.

------------------

Tired, exhausted, going on holiday


I was surprised the other day when I realised I’ve been working for eeeeasyJet for 5 months now. Writing this, I still was in doubt so I had to count on my fingers “middle of August, September, October, November, December… yup 5 months.” During these 5 months I haven’t taken any holiday, and there was only one bank holiday and that was in August which feels like a century ago. A nice, long Christmas holiday is just what I need right now, and it starts tomorrow! All I have to do is to power through two days at work, pack my suitcase, go to the airport and boom then I’ll be on holiday!


My department at work had a Christmas party Monday night, yes Monday night. Apparently that was because of people that work on the mainland and only come to Luton a couple of days per week. (I always get jealous hearing on Monday mornings, when it’s freezing in the UK, how warm it is on the mainland “oh it’s 25 degrees and sunny in Paris.”). Anyways, the Christmas party was held at a Brazilian club in London. We didn’t know before hand that Monday nights are cowboy nights. Brazilian meets cowboy was a rather weird cross over. After official finishing time some people that didn’t feel like going home stayed until late, and most of them showed up for work a few hours later. Hard core that lot, I have to say.


Getting ready for work, over and out

Engin ummæli: