þriðjudagur, nóvember 18, 2008

Út og suður

Ókei, ég sé tvo kosti í stöðunni (eða tvær stöður í kostunum?) ég er farin að ruglast alveg ótrúlega mikið í íslensku og ensku. Ég segi t.d. hluti eins og "hey, your shoetie is unlaced" án þess að blikna, svo ég tala ekkert tungumál, frábært.

Ókei, kostirnir í stöðunni eru:
a) Blogga í semi-löngu máli um allt sem hefur gerst (í mínu lífi, ekki glóbalt) síðan 1. okt

b) Segja frá því helsta í einni langri setningu sem á að lesast á innsoginu í heilu lagi með engu hléi.

Ég vel kost b)

b)

Ég og Dé fórum til NY og Chile og hittum Svanhvíti og erum komin aftur til London fyrir löngu og ég er að leita að vinnu. Púnktur.

Humm, þetta var ógeðslega léleg setning. Í skaðabætur kemur fróðleiksmoli:

Aldrei ferðast með ameríska flugfélaginu Delta, þeir eru rusl. Það var vesen með öll þrjú flugin okkar:

1) London - NY - Áttum ekki að fá að sitja saman, leystist eftir mikið tuð og vesen.
2) NY - Santiago, Chile - Vegna mikillar rigningar í Atlanta þar sem við áttum að skipta um vél var fluginu seinkað. Vegna þess að það hafði stytt upp seinna um kvöldið fór flugvélin frá Atlanta til Santiago í loftið á réttum tíma. Afleiðing: Við vorum föst í Atlanta í sólarhring.
3) Santiago - London - Áttum bókuð sæti í vél Iberia til London gegnum Madrid (sem Delta bókaði), okkur var ekki hleypt inn í vélina, við þurftum frekari staðfestingu frá Delta. Delta sendi okkur í staðin með Air France nokkrum tímum seinna.

Þessi gella ætlar ekki að fljúga aftur með Delta.

Yfir og út, úr rigningunni í London

2 ummæli:

Hákon sagði...

Delta er því miður ekki það eina. Það er almennt óþolandi að fljúga í USA því að rigning í Atlanta eða þrumuveður í Texas seinkar flugum alls staðar annars staðar. Ég átti mjög góðar stundir í Cincinnatti, Ohio, þar sem vélin frá Denver stoppaði á leið til NY, en ekki nóg með það heldur var svo skipt um vél sem kom frá Atlanta og var náttúrulega of sein. Í raun er þetta kerfi hjá flugfélugunum eiginlega óskiljanlegt. Ok að stoppa á miðri leið til að ná í fleiri en af hverju að skipta um vél?

Þura sagði...

Já ég skil, svo þetta var ekki einstök óheppni. Þetta var frekar fáránlegt þar sem allt Delta flugnetið var í kringum miðpunktinn Atlanta þ.a. smá rigningaskúr og mikið óskipulag sem verður til þess að hundruðir (þúsundir?) farþega missa af tengiflugum og flugfélagið þarf að punga út 60 dollurum á kjaft í gistingu kostar væntanlega mikla peninga fyrir Delta...