Ég kláraði prófin fyrir, ehem, rúmum þrem vikum síðan, og er síðan þá búin að vera að fagna próflokum. Eiginlega alveg samfellt, ehem, hóst. Allavega tekið hraustlega á því nokkuð oft. Sum fyllerín hafa verið aðeins svakalegri en önnur, önnur bara skondin.
Dæmi um skondið skrall:
Á mánudeginum áður en Áslaug fór heim til Íslands ákváðum við að hittast á hádegismat. Við hittumst klukkan þrjú og fengum okkur bjór og barmat. Og fleiri bjóra. Ákváðum svo að ég kæmi með henni til Sydcup þar sem hún þurfti að fara á fund. Að fundi loknum fórum við á gamla-fólks-lókalpöbbinn í Sydcup þar sem unga-fólks-lókal-pöbbinn var lokaður það kvöld (að ég held af því að strákur var drepinn þar föstudeginum áður). Á gamla-fólks-lókalpöbbnum var pub quiz í gangi þ.a. við máttum ekki tala saman og fórum þess vegna að reyna að svara spurningunum. Vandamálið var bara að við skildum ekki hreim gamla mannsins sem var spyrill. "Sem betur fer" var parið á næsta borði við hliðiná rosa duglegt við að hjálpa okkur og segja okkur svör. Þau voru reyndar ekki par. Maðurinn var um fimmtugt, með hneppt niður á bringu, sólbrúnn og Áslaug var viss um að hann væri hommi. Konan, eða stelpan var þrítug og uh frekar eðlileg. Til að gera langa sögu stutta þá ákváðum við að fara heim með þessu fólki í partý og enduðum á að dansa á stofugólfinu við Mika í stofu sem leit út eins og safari safn. Ég fattaði svo um nóttina að við Áslaug erum beintengdar með næturstrætó, gott að fatta það þrem dögum áður en hún fór.
Dæmi um over the top skrall:
Við Arna fórum núna á laugardaginn að fá okkur bjór og spjalla. [innskot ritstjóra: þessi saga komst ekki í gegnum filter og verður því ekki birt] Og fórum svo heim.
Minni lesendur enn og aftur á
buffalo theory. Viðurkenni reyndar að hafa slátrað allri hjörðinni núna síðast... og er því í af-eitrun.