mánudagur, júní 30, 2008

Aðgerðalistinn

Á to do listanum mínum er eftirfarandi:

  • Gera to do lista

Veit ekki alveg hvort ég nái að framkvæma nokkuð af þessum lista á morgun (nema ég hafi verið að klára það akkurat núna). Veðrið á að vera gott:

(tekið af veðursíðu BBC)

Og ég lít út eins og svissneski fáninn (ef að litirnir í svissneska fánanum væru 'mjólkurhvítt' og 'pulsurautt') svo ég verð eitthvað að vinna í því. Já og auðvitað verkefninu líka.

fimmtudagur, júní 26, 2008

Two hundred bottles of beer on the wall, two hundred bottles of beer...

Nei það er ekki satt, margir þeirra voru af krana, sællra minninga.

Í dag drakk ég 200. bjórinn á árinu. 'Gef út' skýrslu annars ársfjórðungs um leið og ég hef greint gögnin nægilega og fengið skýrsluna samþykkta.

...you take one down and pass it around... to Þura.

þriðjudagur, júní 24, 2008

Og hverjum er það að kenna?

  • Mamma mia! klikkar ekki, sérstaklega ekki með mömmu miu!!!
  • Það skiptast á skin (skyn)* og skúrir hér í Lundúnum. Í alvöru, einn daginn er rigning og þann næsta sól og bongóblíða.
  • Pundið er komið í 166 krónur stykkið, þá fer 2.88 punda hreint bruggaður samuel smith að vera ansi dýr...
  • Ég er með póstkort af ísbirni uppi á vegg... nei bíddu það er af kind, ég gáði ekki nógu vel**
  • Áhugasamir athugið: önnur ársfjórðungsskýrsla bjórdrykkju er væntanleg, um leið og dagar annars ársfjórðungs verða taldir (með fyrirvara á 'um leið' & það er reyndar ekkert erfitt að telja daga)
*Stafsetningarhæfileikar mínir hafa slaknað til muna, kenni að hluta til um vondum (engum?) prófarkalestri á mbl.is þar sem minn helsti lestur á íslensku máli fer fram.
**Tilvitnun í frétt sem ég las á mbl.is***
***Þessi setning gæti verið vitlaus; vísa aftur í þéttofinn vef sem er að spinnast í kringum ástæður stafsetningarhæfileikaleysis og setningauppbyggingarvankunnáttu mína, þ.e. mbl.is að kenna****
****Sama og ***

þriðjudagur, júní 17, 2008

Stjörnuspá

Ég kíki stundum á stjörnuspána á mbl.is. Tek reyndar (eins og vera ber) bara mark á henni ef ég get túlkað hana mér í hag. Spá dagsins:

Hrútur: Þú tekur leiðbeiningum vel, sérstaklega frá einhverjum með blikandi og góðleg augu. Fylgdu líka góðum ráðum sterkrar konu sem þú þekkir.

Sko, það er ekki spurning að sterka konan sem gefur mér góðu ráðin sé rússneska vélin sem ég er að vinna með, hún er rosaleg.

En hvað er málið með hinn hlutann af spánni "þú tekur leiðbeiningum vel" vott ðe fokk! Nei almennt ekki... stúpid rugl stjörnuspá!

Hey já og
hæ hó jibbí jei og jibbí jei það er kominn sautjándi júní (dansandi mjólk) Til að fagna þessum degi blandaði ég saman kaffi og mjólk í bolla.

Yfir og út

mánudagur, júní 16, 2008

Af-eitrun...

Ég kláraði prófin fyrir, ehem, rúmum þrem vikum síðan, og er síðan þá búin að vera að fagna próflokum. Eiginlega alveg samfellt, ehem, hóst. Allavega tekið hraustlega á því nokkuð oft. Sum fyllerín hafa verið aðeins svakalegri en önnur, önnur bara skondin.

Dæmi um skondið skrall:
Á mánudeginum áður en Áslaug fór heim til Íslands ákváðum við að hittast á hádegismat. Við hittumst klukkan þrjú og fengum okkur bjór og barmat. Og fleiri bjóra. Ákváðum svo að ég kæmi með henni til Sydcup þar sem hún þurfti að fara á fund. Að fundi loknum fórum við á gamla-fólks-lókalpöbbinn í Sydcup þar sem unga-fólks-lókal-pöbbinn var lokaður það kvöld (að ég held af því að strákur var drepinn þar föstudeginum áður). Á gamla-fólks-lókalpöbbnum var pub quiz í gangi þ.a. við máttum ekki tala saman og fórum þess vegna að reyna að svara spurningunum. Vandamálið var bara að við skildum ekki hreim gamla mannsins sem var spyrill. "Sem betur fer" var parið á næsta borði við hliðiná rosa duglegt við að hjálpa okkur og segja okkur svör. Þau voru reyndar ekki par. Maðurinn var um fimmtugt, með hneppt niður á bringu, sólbrúnn og Áslaug var viss um að hann væri hommi. Konan, eða stelpan var þrítug og uh frekar eðlileg. Til að gera langa sögu stutta þá ákváðum við að fara heim með þessu fólki í partý og enduðum á að dansa á stofugólfinu við Mika í stofu sem leit út eins og safari safn. Ég fattaði svo um nóttina að við Áslaug erum beintengdar með næturstrætó, gott að fatta það þrem dögum áður en hún fór.

Dæmi um over the top skrall:
Við Arna fórum núna á laugardaginn að fá okkur bjór og spjalla. [innskot ritstjóra: þessi saga komst ekki í gegnum filter og verður því ekki birt] Og fórum svo heim.

Minni lesendur enn og aftur á buffalo theory. Viðurkenni reyndar að hafa slátrað allri hjörðinni núna síðast... og er því í af-eitrun.

fimmtudagur, júní 12, 2008

Húðlitur

Sólin hefur mjög jákvæð áhrif á húðlit minn. Þróunin síðan í byrjun maí hefur verið eftirfarandi:

Úr föl-bláu yfir í fílabeins-hvítt alveg að nálgast húðlitaðan

Það gengur sem sagt vel að worka tanið. Stefni að beikon-bleiku fyrir lok ágúst.

miðvikudagur, júní 04, 2008

Update

Enginn póstur síðan 23. maí...! Já það passar, ég er einmitt búin að vera í fríi síðan þá og búin að gera nákvæmlega ekki neitt! Nema tja kíkja aðeins á pöbbinn og svona. Frí í London, ah það er búið að vera alveg hreint dásamlegt. Á mánudaginn byrjaði ég svo á lokaverkefninu mínu, gúlp!

Verkefnið, sem er fyrir lögfræðiráðgjafafyrirtæki, var sett í gang með fundi með öllum leikmönnum á mánudaginn. Viðstaddir voru: ég, Katya (rússneska jarðýtan sem verður að gera verkefni fyrir sama fyrirtæki), hr. Fuglsauga (hann er umsjónarmaður verkefnisins á vegum LSE) og þrír menn frá fyrirtækinu (tveir Oxford menn og einn sem ég ímynda mér að sé úr Cambridge því hann sagði ekkert um menntun sína, en það gæti líka verið bull).

Fyrir fundinn hafði annar Oxford maðurinn sent okkur (mér og Kötyu) stutta grein að lesa sem varðar efni verkefnisins. Við skulum orða það þannig að ef verkefnið væri fyrir Starbucks þá hefði greinin verið um kaffi, svo basic var það. En ekki veitti af.

Ah já, og verkefnið snýst um (í mjög stuttu máli) að athuga hvort það séu tengls á milli tveggja breyta.

Yfir og ...