mánudagur, nóvember 26, 2007

Herbergið mitt


Herbergið mitt
Originally uploaded by Þura.

Svona lítur 12 fermetra herbergið mitt út (allt herbergið sko, nema það er líka rúm)... það eru nánari útskýringar (flickr-style) þegar klikkað er á myndina.

over and out (mostly out though)

sunnudagur, nóvember 25, 2007

Á leiðinni heim úr skólanum dag einn í nóvember

Það er gaman að fara heim úr skólanum í London. Somerset House er til dæmis rétt hjá skólanum mínum, og í síðustu viku var dúndrandi latinó-skemmtistaðatónlist í gangi, slatti af fólki að hanga, fínt jólatré og það var verið að skafa skautasvellið. Ég tók nokkrar myndir. Hér sést smá í jólatréð:
Hérna er stóra flotta skautasvellið:
Sem var verið að skafa (eða pússa eins og ég vil meina):
Á myndinni sjást eftirfarandi föt: Þura: húfa (H&M), trefill (H&M), Arna: húfa (H&M (eða var það ekki?)), trefill (H&M):

H&M er semsagt í góðum málum í vetur. Stundum fer ég út úr húsi á morgnana og fatta svo að ég er í ÖLLU úr H&M (þ.e. jakka, peysu, bol, buxum, sokkum, húfu, trefli og vetlingum).

Yfir og út í bili

sunnudagur, nóvember 18, 2007

Helgin í máli og myndum

Helgin þjónaði þeim tilgangi að vera 'niðurtjún' eftir brjálaða vinnu viku, og 'upptjún' fyrir næstu brjáluðu vinnuviku. Á föstudagskvöldið fórum við Arna á Stereophonics á Wembley Arena, sem var geðveikt.

Á laugardaginn dró Arna mig í bæinn í verslunarleiðangur. Það hefur verið að kólna síðustu 2 vikur þ.a. það var nauðsynlegt að kaupa hlý föt og aukahluti. H&M í Covent Garden var ágætur staður til þess. Það var samt ekki of kalt fyrir ís í búðinni í götunni okkar:
Það var fullt af fólki í bænum og gaman að rölta milli búða í Covent Garden. Eftir ágætt verslunar session ákváðum við að taka strætó 'one six eight to Hampsted Heath' til að borða kvöldmat á kósí enskum pöbb. Þegar við komum á pöbbinn var hann smekk-fullur og fullt af fólki búið að panta borð svo við ákváðum að borða annars staðar í staðin. Fórum á nálægan, ódýran ítalskan veitingastað. Veitingastaðurinn var svo lítill að þjónarnir (sem voru stelpur sem betur fer) þurftu að draga til borð til að leyfa þeim sem ætlaði að setjast upp við vegginn að setjast. Við fengum okkur lasagnia eftir að þjónustustúlkan hafði mælt með því við okkur, og við urðum ekki fyrir vonbrigðum, ummmm.

Á heimleið komum við við á lókal pöb. Þar var nú aldeilis fjör því þar var verið að halda upp á fimmtugsafmæli og DJ og læti. Við hittum nokkra LSE-stúdenta sem voru líka að krassa partýið þ.a. við ákváðum að hanga aðeins þarna og fá okkur bjór. Ég gerði tilraun til að fanga stemninguna á mynd. Hér sést eldgamla konan sem sat á barnum og hreyfði sig ekkert allan tíman sem við vorum þarna, hún var að drekka grænbláan drykk. Fyrir aftan er DJ-inn við græjurnar og fyrir ofan hann stendur 'Happy 50th sis':

Fólkið sem var á staðnum í þessu afmæli var eins og karakterar úr miðlungs breskum gamanþætti sem gæti heitið 'Fjölskyldan mín'. Þarna voru 'tannlausa frænkan', 'sonurinn um tvítugt með of mikið gel í hárinu og heldur að hann líkist poppstjörnu', 'ekta breski aðeins of feiti háværi pabbinn', 'of ljósabekkjabrúna mamman sem klæðir sig eins og hún sé 15 árum yngri en hún er', 'litla, hressa, feita, frænkan í hlíralausum topp með tattú á öxlinni og litað svart hár'. Ásamt fleiri góðum karakterum, og allir voru í góðu tjútti á dansgólfinu.

Þar sem við sátum við barinn, rétt búnar að klára bjórana, okkar pikkaði afgreiðslukona á barnum í okkur og benti okkur, ekki svo vinsamlega, á að ef við værum ekki að drekka þá gætum við farið því hún væri þarna til að græða peninga. Ótrúlega sjarmerandi...

þriðjudagur, nóvember 13, 2007

puh!

Vigdís Finnbogadóttir hringdi ekki í mig eftir árshátíð Verkfræðingafélagsins!

sunnudagur, nóvember 11, 2007

Ég dýrka London

Í alvöru ég dýrka London. London er æðisleg borg.
Hér er Southwark Cathedral í ljósaskiptunum:

Tók mynd uppundir London eye. Fór samt ekki í London eye, hvaða snillingi dettur í hug að það sé minna en 2 tíma bið að fara hringinn á sunnudagseftirmiðdegi í dásamlegu veðri!
Fyrir framan Buckingham, líka í dásamlegu veðri:

Það er alltaf dásamlegt veður í London. Meira að segja rigningin er dásamleg (sbr. rostungsins if the sun don't come you get a tan from standing in the english rain). Jæja best að missa aðeins meir af góða veðrinu og halda áfram að LÆRA.

miðvikudagur, nóvember 07, 2007

Cheers

Jæja, tími til að blogga meira um hluti sem ég skil ekki í útlöndum. Þeir eru svo margir að ég gæti næstum stofnað nýtt blogg kringum það http://www.hlutir-sem-eg-skil-ekki-i-utlondum.blogspot.com/. Ef ég stofna nýtt blogg þá verður það pottþétt með skærgrænum segul-froski, en það er ekki á dagskrá heldur, a.m.k. ekki alveg á næstunni.

Það sem undrar mig í dag (sem og flesta aðra daga) er notkun Breta á orðinu 'cheers'.

-Ég er að versla í matvörubúð og þegar afgreiðslumanneskjan lætur mig fá afganginn segir hún 'cheers' (þá segi ég 'eh thanks' eins og auli)
-Ég er að spjalla við Breta, og þegar hann kveður (sem er leiðinlegt) þá segir hann 'cheers' (og ég stend eftir eins og auli og segi 'eh yeah bye')
-Fólk er að skála, og það segir 'cheers' (og þá segi ég líka 'cheers' og er þá loksins ekki eins og auli, eða kannski minni auli)

Ég sem hélt að 'cheers' væri sjónvarpsþáttur, where everybody knows your name...

p.s. Arna er með ljósmyndasíðu, hér. Þar er t.d. mynd af bekknum okkar, og fleira London-skemmtilegt. 'Cheers Arna !'

sunnudagur, nóvember 04, 2007

Halloween partý

Í gærkvöldi var hrekkajvökupartý í húsinu sem ég bý í. Klukkan 6 um kvöldið (kl 18 sko) sagði Arna við mig að við yrðum eiginlega að mæta í búningum, oh crap ekkert búningadót var tekið með til London. Ég ákvað að fara í standard-grímubúninginn minn: Star Trek karakter. Að þessu sinni varð fyrir valinu Lieutenant Commander Jadzia Dax úr Deep Space Nine. Þekktist ég: NEI. Þetta var þó einhverskonar búningur.
Arna hætti við að vera kisa og varð djöfull í staðin, en þar sem hún átti kisu-skott þá var hún djöfull með skott:
Við hófum kvöldið á því að fara út að borða, ég, Arna og Bjössi. Íslendingarnir þrír í OR (og svo kvörtum við yfir því að Grikkirnir tali bara við aðra Grikki á grísku). Bjössi var George Clooney, og þar sem hann býr ekki í Sidney Webb og þekkir engan í húsinu nema okkur kynnti hann sig sem George. Hér erum við, Jadzia Dax, she-devil with a tail og Clooney:
Við mættum svo í partýið, og það voru ekkert voðalega margir í búning og það voru ekkert voðalega margir í partýinu heldur. Plötusnúðurinn, hann var trylltur. Svalleikinn draup af honum allt kvöldið:
Fámenni partýsins kom reyndar ekki að sök. Eins og Arna orðaði það þegar hún var að tala við norsku stelpuna 'We are Icelanders, we like to be few and good' Setningin er fyndnari í ljósi þess að útlendingum finnst þrjúhundruðþúsund manns vera hlægilega fámenn þjóð.

Þegar við Arna vorum greinilega aðeins of uppteknar við að taka sjálfsmyndir, eins og þessa:
Þá eignaðist Bjössi nýjan vin. Þegar við komum til baka, dró hann okkur voða spenntur að kynna okkur fyrir gaurnum. Hei stelpur, þið verðið að koma að hitta nýja pakistanska vin minn!!! Gaurinn sat á barstól, en þegar við komum stóð hann upp... eða niður. Hér eru félagarnir:
Hér er mynd af mér, Örnu og gaurnum sem líkist hverjum?

Hér eru litlu pakistönsku stelpurnar sem ég bý með, þær eru voða krúttlegar:


Já semsagt til að taka saman, fínt partý og eftirpartý og all is well