sunnudagur, október 28, 2007

Daniel

Ég fór í tíma á föstudag í skólanum. Fyrirfram hafði okkur verið tilkynnt að annar kennari en sá vanalegi myndi sjá um þennan tíma, og að gestakennarinn héti Daniel Read. Ég var svolítið spennt að mæta í tíma hjá þessum gestakennara. Hvernig getur maður að nafni Daniel Read verið annað en hot, hugsaði ég með mér.

Þegar ég mætti í tímann varð ég fyrir vonbrigðum. Dr Read var ekki hot. Einum degi seinna man ég einu sinni ekki lengur hvernig hann leit út. Hann var bara svona gaur.

Eftir þessa óskhyggju fór ég að pæla í af hverju ég hafði gert ráð fyrir að Daniel Read væri hot. Ég var ekki lengi að komast að niðurstöðu:

Daniel Cleaver

Ég hafði ruglað Daniel Read saman við Daniel Cleaver.

Daniel Cleaver hvern? Hugh Grant í Bridget Jones auðvitað !*

Tíminn hjá Daniel Read reyndist vera fínn eftir allt saman, nema ég þurfti ekki að nota allt tissjúið sem ég hafði tekið með (til að þurrka slefið).

Á föstudagskvöldið fór ég út að borða á Brick Lane með nokkrum Íslendingum. London’s Brick Lane curry mile. Þar er endalaust af girnilegum, ódýrum, indverskum veitingastöðum, og fyrir utan gaurar að segja manni að velja sinn veitingastað. Við völdum stað, þann eina sem við sáum þar sem var enginn gaur fyrir utan að draga mann inn. Þegar við fórum að panta papadoms í forrétt og drykki var okkur sagt að staðurinn hefði ekki vínveitingaleyfi. En, hér væri miði upp á 10% afslátt í áfengisbúðinni á horninu, sem hét einmitt ‘Off licence’ og við mættum koma með okkar eigið áfengi. Uh ókei.

Maturinn var dásamlegur, og hvítlauks-nanbrauðið var himneskt. Ég er mjög veik fyrir indverskum mat með hvítlauks-nanbrauði og bjór.

*Ég er veik fyrir breska hreimnum, mjög.

Engin ummæli: