Síðustu dagar hafa farið í að læra á London, skoða skólann, finna góðar búðir (hef ekki keypt mér eina einustu flík ennþá ótrúlegt en satt), kynnast fólki og fleira.
Svanhvít kom í heimsókn um helgina sem var mjög skemmtilegt. Við fórum t.d. á Camden markaðinn (og ég var greinilega hissa, sjá mynd):

Hittum líka Lundúnarbúana Matthildi og Hring:

Þannig að það er búið að vera nóg að gera. Svo byrjar skólinn á mánudaginn...
1 ummæli:
Takk fyrir frábært frí! Ógjó gaman
Skrifa ummæli