miðvikudagur, ágúst 08, 2007

Orðið á götunni

1.
Starfsmaður situr við afgreiðsluborðið á bókasafninu. Hann er í tölvunni. Starfsmaðurinn er maður um fertugt. Að afgreiðsluborðinu kemur maður yfir fimmtugu. Starfsmaðurinn lítur upp. Maðurinn spyr starfsmanninn:

Er stúlka hérna sem getur aðstoðað mig?

Starsmaðurinn horfir á manninn þegjandi. Hann svarar:

Nei, hér er KARLmaður sem getur aðstoðað þig.

2.
Kona færir manni þær fréttir að sameiginleg kunningjakona eigi von á sínu þriðja barni. Fyrir á hún tvo drengi. Maðurinn segir:

Það er vonandi að það verði stelpa til að hún geti vaskað upp eftir bræður sína.

2 ummæli:

Orri sagði...

Dæmi 2 er ófyrirgefanlegt en kommon, manninum finnst kannski bara betra að fá aðstoð frá kvennfólki því að hann er vanur því...

Svipað og í Star Trek, The Motion Picture þegar Kirk vantaði áhöfn í skyndi og tók það fram að hann vildi helst hafa vúlkana í stöðu yfir vísindamanns (e. science officer) því að hann var bara vanur að vera með Spock og fílaði að starfa með Vúlkana sér við hlið í þessari stöðu.
Ekki það að Kirk fyrirlíti einstaklinga af öðrum kynþáttum þótt hann vilji hafa Vúlkana í þessari stöðu.

Þura sagði...

Ég veit ekki voða mikið um star trek en já akkurat þannig.