þriðjudagur, ágúst 28, 2007

Heima í dag

Lappirnar á mér eru vafðar inn í teygjubindi frá miðjum lærum og fram á ristar og eru frekar aumar eftir æðakrukkið í gær. Það eina sem ég get gert í dag er að sitja og liggja til skiptis í hinum ýmsu þægilegu stellingum. Röðin er: rúmið, eldhússtóll, sófinn, hægindastóllinn, annar sófi í stofunni, borðstofustóll og svo byrja aftur upp á nýtt. Inn á milli fæ ég mér vatn og verkjalyf. Það er ekki þægilegt að standa upp, labba eða beygja lappirnar, reyni því að gera sem minnst af því.

Hef það semsagt bara bærilegt.

Hér er útsýni mitt úr hægindastólnum í stofunni (eða sko hluti af því, ég sé meira af loftinu og til hliðanna líka):

1 ummæli:

Svanhvít sagði...

Vó.

Ég vildi líka að ég gæti setið heima hjá mér á sýru.