Ég er búin að vera að fara í gegnum allstóran bunka af gömlum úrklippum í dag (nota tímann í veikindafríinu). Í þessari yfirferð skiptist bunkinn í þrjá bunka; geyma, henda og skoða betur. Skoða betur bunkinn er dáldið skondinn, hann samanstendur að mestu af blöðum sem ég man ekki af hverju ég geymdi til að byrja með. Til dæmis er mér ómögulegt að muna hvers vegna ég á Lesbók Morgunblaðsins síðan 3. febrúar 2001. Reyndar er búið að rífa eina blaðsíðu úr, það hlýtur að hafa verið merkilega blaðsíðan.
Vona að mest lendi í henda bunkanum, já og svo þarf ég að kíkja betur á þessar úrklippur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ekki henda Lesbók Morgunblaðsins síðan 3. febrúar 2001. Þetta er classic...
Too late, farin í ruslið hún er.
Skrifa ummæli