Vanalega er ég á þeirri skoðun að maður á ekki að útskýra brandara. Ég ræð bara ekki við mig í þessu tilfelli. Þessa setningu notaði ég í samtali um daginn án gæsalappanna. Um leið og ég heyrði sjálfa mig segja þetta þá fannst mér línan ótrúlega fyndin. Til að hún verði skemmtileg verður maður samt að segja hana með gæsalöppum. (Er hægt að segja eitthvað með gæsalöppum? Skilst að maður geti sagst elska einhvern með osti, jafnvel froskalöppum, en gæsalöppum...) Útskýri nú hvers vegna orðin innan gæsalappa eru fyndin innan gæsalappa.
reyna: sýnir vilja til að gera eitthvað
læra: nálgast upplýsingar um eitthvað sem maður kann ekki, andstæðan við t.d. hanga
meiri: gefur til kynna að ég hafi lært verkfræði áður, ekki fyndið nema læra sé líka innan gæsalappa
verkfræði: fag sem snýst um að geta leyst fullt af vandamálum á sem stystum tíma á sem ódýrastan hátt... þegjandi
Þess vegna er fyndið að ég sé að fara að „reyna” „læra” „meiri” „verkfræði”.
Capiche? Einhver? [vandræðaleg þögn] Nei hélt ekki. Mér finnst þetta samt góð lína.
puh yeah "groovy"
2 ummæli:
Þetta er fínasta orðræðugreining hjá þér. Þú veist það er kennt sem fræðigrein innan málvísinda...
Líka reyndar brandarafræði, en þau eru eiginlega geld í fæðingu, því eins og þú segir er ekkert vit í að greina hvað er fyndið við brandara.
orð-ræðu-hvað?
Núna kann ég tvö orð sem enda á greining :)
Ég segi margt vitlegt já.
Skrifa ummæli