Gott efni í blogg (1. uppkast)
Ég gerði tilraun til að horfa á stjörnurnar á fimmtudagskvöldið líkt og svo margir aðrir. Upphaflega planið var að vera í miðbænum, en mér var svo kalt að ég ákvað snarlega að bruna heim. Þá var korter í myrkvun. Ég renndi bílnum í stæðið mitt í þann mund sem slökkt var á ljósastaurum og fór inn.
Fljótlega ákvað ég að fara út í garð að reyna að skoða stjörnur. Þar sem ég bý á commercial stað var mikið um að vera fyrir utan; straumur bíla í Perluna, fullt af fólki að labba upp í Perlu, þyrla að taka myndir af öllum bílunum og fólkinu sem var á leiðinni í Perluna. Þetta var bara eins og menningarnótt all over again þannig að ég ákvað að skella mér upp í Perlu og vera með í látunum.
Ég skildi reyndar ekki í öllum bílunum (ok bílstjórunum) sem voru á leiðinn FRÁ Perlunni þegar bara 10 mínútur voru liðnar af hálftíma myrkvuninni. En mér datt helst í hug að fólk hefði búist við fljúgandi furðuhlut og orðið fyrir vonbrigðum eða haft virkilega litla þolinmæði. Uppi við Perluna var verið að skjóta upp flugeldum (til að fæla stjörnurnar í burtu?). Ég fór upp á útsýnispallinn í Perlunni og reyndi eitthvað að vera með í að horfa á skýjaðan himinn innan um unglinga sem voru að drekka bjór... og fullorðið fólk að drekka bjór.
Síðan hitti ég Þjóðverja. Það er aldrei leiðinlegt að hitta Þjóðverja. Frá því að við Svanhvít töpuðum klukkutíma á mexíkóska djamminu á Spáni hefur mér samt fundist þýska vera frekar súrt (absúrd) tungumál.
Þegar búið var að kveikja ljósin hitti ég herra D og "konuna hans" ... loksins, ég sem var farin að halda að hún væri ekki til.
laugardagur, september 30, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli