þriðjudagur, ágúst 29, 2006

[Tilfinning / tilkynning]
Ég er búin að fá mér flickr.com síðu til að setja ljósmyndirnar mínar á. Inn eru komnar myndir af þátttakendum í hinu kyngimagnaða Bay-to-Breakers hlaupi sem ég tók þátt í í San Fransisco, sem og myndir úr litla ferðalaginu mínu um verslunarmannahelgina. Tékkið á myndunum og gapið.
http://www.flickr.com/photos/aulabarn Hér er pínu smá forsmekkur.



[It´s so nice to have a man around the house (?) ]
Fyrir örfáum vikum síðan henti ég fyrir úlfahjörðina, sem foreldrar mínir eru, kenningu. Kenningin fjallar um það að eina skiptið sem karlmaður er nauðsynlegur á heimili er til að opna erfiðar krukkur. Ég varpaði þessu einmitt fram á augnabliki þegar mamma var að biðja pabba um að opna dós sem hún gat ekki opnað sjálf. Þau hlógu dátt og drógu fram lítinn gúmmíklút sem maður notar milli handarinnar og krukkuloksins og hjálpar til við að opna krukkur. Síðan hefur þessi litla lillabláa gúmmípjatla verið kölluð karlmaðurinn á heimilinu þegar hún hefur verið notuð.

Nýlega féll ég á mínu eigin bragði. Ég ætlaði að opna nýja krukku af feta osti en krukkan stóð eitthvað á sér. Pabbi benti mér á að nota karlmanninn og athuga hversu dugandi hann væri. Enn opnaðist krukkan ekki. Þá gerði pabbi tilraun til að endurheimta titil sinn af lillablárri gúmmípjötlu með því að halda krukkunni stöðugri á borðinu á meðan ég sneri lokinu. Viti menn, mér og sitjandi titilhafa tókst að opna krukkuna.

Lærdómurinn sem ég dreg af þessu litla atviki úr hversdagslífinu:
Karlmaður er aðeins hálf-nauðsynlegur á heimili... afganginn sér lillablá gúmmípjatla um.

fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Ég fann um daginn á netinu teiknimyndasögu sem fjallar um sjálfa mig! Reyndar er þetta bara ein mynd, ekki af mér... en reynið bara að segja mér að þetta sé ekki ég! (myndina teiknaði þessi náungi)

miðvikudagur, ágúst 23, 2006

Ég hitti þessar svakalegu gellur í bænum á menningarnótt. Þær samþykktu myndatöku eftir nokkrar fortölur.

mánudagur, ágúst 21, 2006

Snúran sem er nauðsynleg til að færa myndir af myndavélinni og í tölvuna er tímabundið týnd, gerði misheppnaða tilraun til að færa myndirnar á milli með hugarorku. Það er ástæðan fyrir að ég get ekki birt mynd af flottustu gellum í heimi, eða allavega gellum sem slógu í gegn á menningarnótt. Í staðin birti ég þessa mynd af mér á jet-ski á Hawaii fyrr í sumar. Þetta er ég í alvöru, ég var samt að deyja úr hræðslu allan tímann, eins og sést.

laugardagur, ágúst 19, 2006

Hver man eftir því þegar Menningarnótt var haldin um nótt, eða meira svona kvöld. Núna er þetta orðinn menningardagur, sem gerir atburðinn mun ómerkilegri. Hvaða þjóð gerir ekki sitt á yfirborðinu til að sporna við ungilngadrykkju. Unglingadrykkja er gott orð.

Það er eitt sem mér finnst dáldið merkilegt. Núna lendi ég stöku sinnum í þeirri aðstöðu að vera úti meðal fólks, þegar strákur / maður /gaur (einhversstaðar á aldursbilinu 18 - 44, samt oftast á mínum aldri til þrítugs) vindur sér að mér og byrjar að spjalla. Þó að það séu vonandi til áhugaverðir gaurar, þá er raunin sú að mikill meirihluti þeirra ókunnugu gaura sem ég hitti eru ekkert sérlega spennandi. Segjum að strákur sé búinn að spjalla við mig í kannski 10 mínútur; aðallega um eigið ágæti, glæsileg framtíðarplön sín og hvað hann sjálfur sé frumlegur / skapandi /með góð laun eða álíka. Þá athugar hann stöðuna, hann vill vita hvort að það sé þess virði að eyða púðri í mig. Þetta gerir hann venjulega með því að bjóða upp á drykk eða dans. Venjulega sé ég á þessum tímapunkti tækifæri til að losna frá viðkomandi og afþakka það sem hann býður. Núna kemur parturinn sem mér finnst merkilegur. Viðbrögð gæjans við "höfnun" (ef höfnun skildi kalla) eru furðlega oft þau að fara að alhæfa um hvað íslenskar konur séu stífar og kunni ekki að skemmta sér eða lifa eða hvað ég sé stíf og kunni ekki að skemmta mér eða lifa. Og þetta hef ég fengið að heyra oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.

Hvers á maður að gjalda þó maður vilji ekki þiggja drykk af hverjum einasta mis/ó-áhugaverðagaur sem sýnir 5 mínútna áhuga. Ég tek það ekki nærri mér að vera stimpluð köld og stíf, en ég bara næ þessu ekki, virka svona viðreynsluaðferðir á stelpur? Hvað er bara að?

Yfir og út,
Þura_stendur_í_skugganum

Ath. Ég tek það líka til greina í þessum pælingum að kannski langar áhugaverðu spennandi gæjunum bara ekki neitt að tala við mig. Vona að það sé frekar þannig heldur en að þeir séu ekki til.

þriðjudagur, ágúst 15, 2006

the not-forgot stor-ot of Zvan

Það byrjaði á hefðbundnum laugardagsmorgni. Þrjú ungmenni, ágætlega hvert öðru kunnug settust upp í græna toyotu og stefndu norður á bóginn. Þetta var um verslunarmannahelgina. Nöfn ferðalanga voru sem hér segir: Atli Viðar, Svanhvít og Þuríður (sem einnig var ritari ferðarinnar). Á leiðinni norður skemmtu þau hvert öðru með skemmtisögum, söngvum og leikjum af ýmsu tagi. Heitasti leikurinn var án efa BT-leikurinn, þar sem keppendur kepptust um að sjá BT á leiðinni. Þegar keppandi sá BT átti hann að hrópa "þarna!" svo allir viðstaddir heyrðu*.

Leiðin norður var ekki aðeins ein gleði-ferð heldur var einnig tekið á áleitnum siðferðismálum eins og áhyggjum maka yfir að ferðalangar væru ekki allir samkynja. Eða það var ekki tekið á vandamálinu heldur var vandamálið kæft í fæðingu með því að gera ferðina kynlausa. Ferðalangar tóku sér ný og kynlaus nöfn, Atl, Svan og Þur, og hylltu það sem sameinaði þá alla, unibrau.

Eins og lesa má út úr fyrra bloggi varð Zvan brátt samheiti fyrir hópinn, og var oft notað til að sýna samstöðu og skilning.

Zvan var vísað burtu frá öllum gististöðum á Akureyri og hélt þá sem leið lá djúpt inn í myrkviði Vaglaskógar. [] Næsta morgun vaknaði Zvan við að tjaldið var umkringt hungruðum úlfum sem voru byrjaðir að tæta í sundur ytra tjaldið. Þann dag vottaði Zvan völdum stöðum virðingu sína. Í tímaröð: Húsavík, Tjörnes, Ásbyrgi, Dettifoss, Mývatn.

Við Mývatn gisti Zvan aðra nóttina í útlegðinni... útilegunni. Kvöldmaturinn var æði, kjúklingur á priki og pulsur með salsa-sósu. Zvan söng raddað þjóðlög frá Hvíta-Rússlandi fram á rauðanótt og skeytti engu um 14 eins skátatjöld.**

Mánudagur samþykkti veru Zvans á Mývatni með rjómablíðu og nærveru Boutros Boutros-Ghali, nema bara ekki nærveru Boutros Boutros-Ghali. Remember aliveness. And the rest is history.

*Sigurvegari BT-leiksins var Atli Viðar með BT við Glerárgötu.
**Réttara væri að segja falskt í staðin fyrir raddað og barnalög í staðin fyrir Hvíta-rúsnesk þjóðlög. Svo fórum við líka inn í tjald þegar útúr-sýrði-tjald-gaurinn kom um miðnætti og bað okkur um að taka tillit til annarra gesta, en sungum ekki fram á rauða nótt.

þriðjudagur, ágúst 08, 2006

"Borð fyrir þrjá takk."
"Hvert er nafnið?"
"Zvan"

to be continued...