þriðjudagur, janúar 31, 2006
þriðjudagur, janúar 24, 2006
sunnudagur, janúar 22, 2006
fimmtudagur, janúar 19, 2006
[Stutt blogg]
Ókei lélegasta afsökun í heimi, tölvan fraus þannig að langa bloggið týndist. En kaldhæðni örlaganna sáu til þess að bloggið var um löng og stutt blogg, og líka blogg sem hverfa.
Núna fylkjast lesendur síðunnar í tvær fylkingar:
(annars vegar) Þeir sem gráta tapið á langa blogginu og vita að heimurinn verður örlítið fátækari vegna þess að frábært blogg fullt af innsæi og gletni, lúmskum ísköldum húmor og beittri ádeilu, hvarf í tómarúm stafræns fábreytileika.
(hins vegar) Þeir sem velta fyrir sér hvað það hefði örugglega verið leiðinlegt að lesa einhverja langloku um óskrifaðan texta og eru ekkert minna en fegnir að textinn hvarf.
Já léttleiki tilverunnar er óbærilegur.
Ókei lélegasta afsökun í heimi, tölvan fraus þannig að langa bloggið týndist. En kaldhæðni örlaganna sáu til þess að bloggið var um löng og stutt blogg, og líka blogg sem hverfa.
Núna fylkjast lesendur síðunnar í tvær fylkingar:
(annars vegar) Þeir sem gráta tapið á langa blogginu og vita að heimurinn verður örlítið fátækari vegna þess að frábært blogg fullt af innsæi og gletni, lúmskum ísköldum húmor og beittri ádeilu, hvarf í tómarúm stafræns fábreytileika.
(hins vegar) Þeir sem velta fyrir sér hvað það hefði örugglega verið leiðinlegt að lesa einhverja langloku um óskrifaðan texta og eru ekkert minna en fegnir að textinn hvarf.
Já léttleiki tilverunnar er óbærilegur.
þriðjudagur, janúar 17, 2006
þriðjudagur, janúar 10, 2006
Af guðfræðingum og óhöppum
Í gærkvöldi var ég að keyra, með mér í bíl var Elín. Við vorum einmitt að spjalla um umferðaróhapp sem hún hafði lent í nokkrum dögum áður þegar aftan á mig klessir bíll, talandi um.... Sem betur fer var þetta mjög nett kless og ekkert sá á bimma mínum. Í sömu bílferð, þegar Elín hafði yfirgefið bifreiðina, fékk ég mér tyggjó. Á meðan hugsaði ég með mér hversu mikill daredevil ég væri að fá mér tyggjó undir stýri, lífið á jaðrinum í sinni skýrustu mynd. Um leið og sú hugsun var horfin fór strætó fyrir framan mig inn á stoppustöð, þetta er á Miklubrautinni þar sem má keyra á 80, en aðeins tveir þriðju hlutar strætó fóru út af götunni. Afgangs þriðjungurinn stöðvaðist fyrir framan mig á minni akrein, ég hafði snör handtök og sveigði út á næstu akrein, um annað var ekki að ræða. Bílstjórar í kring misstu sig á flautunum.
Tvær viðvaranir í röð, enginn daredevil í mínum bíl lengur.
Í dag fór ég í fyrsta tímann í námskeiði sem er kennt af guðfræðingi (nei ég er ekki búin að skipta ég er ennþá í verkfræði) það var eiginlega bara fyndið þegar hann spurði hópinn "er það einlægur ásetningur ykkar að sitja þetta námskeið?" Furðulegt hvað manni finnst setningar sem eru alveg ófyndnar vera fyndar þegar þær koma frá viðpassandi fólki.
Í gærkvöldi var ég að keyra, með mér í bíl var Elín. Við vorum einmitt að spjalla um umferðaróhapp sem hún hafði lent í nokkrum dögum áður þegar aftan á mig klessir bíll, talandi um.... Sem betur fer var þetta mjög nett kless og ekkert sá á bimma mínum. Í sömu bílferð, þegar Elín hafði yfirgefið bifreiðina, fékk ég mér tyggjó. Á meðan hugsaði ég með mér hversu mikill daredevil ég væri að fá mér tyggjó undir stýri, lífið á jaðrinum í sinni skýrustu mynd. Um leið og sú hugsun var horfin fór strætó fyrir framan mig inn á stoppustöð, þetta er á Miklubrautinni þar sem má keyra á 80, en aðeins tveir þriðju hlutar strætó fóru út af götunni. Afgangs þriðjungurinn stöðvaðist fyrir framan mig á minni akrein, ég hafði snör handtök og sveigði út á næstu akrein, um annað var ekki að ræða. Bílstjórar í kring misstu sig á flautunum.
Tvær viðvaranir í röð, enginn daredevil í mínum bíl lengur.
Í dag fór ég í fyrsta tímann í námskeiði sem er kennt af guðfræðingi (nei ég er ekki búin að skipta ég er ennþá í verkfræði) það var eiginlega bara fyndið þegar hann spurði hópinn "er það einlægur ásetningur ykkar að sitja þetta námskeið?" Furðulegt hvað manni finnst setningar sem eru alveg ófyndnar vera fyndar þegar þær koma frá viðpassandi fólki.
laugardagur, janúar 07, 2006
Á mánudaginn byrjar skólinn með öllu því argi og þófi sem honum fylgir. Það verður örugglega ágætt, ég er ekki manneskja til að vera lengi í fríi. Það er nú samt alveg óþarfi að lífið sveiflist svona öfganna á milli, að fara beint úr alltof mikilli vinnu í alltof mikið frí og svo beint aftur í líklega allt of mikla vinnu. Þetta er eins og að fara í brennandi heita sturtu, síðan beint í ískalda sturtu og ætla síðan að skella sér beint aftur í heitu sturtuna. Ég væri alveg til í aðeins mildari sturtu til tilbreytingar.
Í gærkvöldi fór ég í kveðjuhóf til Stebba, fyrir þá sem ekki vita þá eru hann og Héðinn að flytja til Noregs á þriðjudaginn. [Noregsbrandara hér] Ég hélt mig við barinn, eins og gefur að skilja. Skemmtilegast var samt að hitta dansfólkið sem ég hef ekki hitt í langan tíma. Eftir að allt fólkið sem á íbúðir, börn á leiðinni og hefur fundið hinn helminginn af sjálfu sér fór heim fórum við hin að djamma. Þar sem bærinn var nánast tómur fórum við að leita að einhverju fólki, maður er bara ekki að djamma nema drukkið fólk rekist utan í mann, detti á mann eða reyni að grípa í mann sirka tvisvar á mínútu. Þannig kom það til að við fórum á Óliver. Þar var pakkað. Það var greinilegt að allir sem á annað borð höfðu vogað sér út þetta kvöld voru staddir á Óliver á sama tíma og ég. Þarna var nóg af fólki að troðast.
Ég er enginn Óliver fan og fílaði þetta ekkert voðalega vel, en það var eitt sem klikkaði ekki, að telja gellur sem voru klæddar í anda Silvíu Nætur. Þetta nýja áhugamál hélt mér gangandi lengi lengi, var komin upp í 12 sem voru almennilega dressaðar áður en ég yfirgaf skemmtistaðinn. Ég taldi aðeins þær sem voru klárlega að stæla Silvíu Nótt, það voru margar fleiri sem voru bara með smá Silvíu þema. Það er samt hugsanlegt að þær hafi allar bara verið í þema partýi, en mér finnst það ekki líklegt þar sem ég sá þær ekkert tala saman.
Aðeins um Silvia Night look alikes. Þær voru allt frá því að vera bara með túberað hár frá andlitinu og kannski glansandi belti upp í að vera býsna líkar the real thing, með tvílitt hár, í gylltum og glimmeruðum fötum, með æpandi augnmálingu. Stundum þurfti ég að líta tvisvar til að athuga hvort þetta væri Silvía sjálf mætt til að rokka lýðinn, en svo reyndist aldrei vera. Uppáhalds stælingin sem ég sá var ein sem var búin að mála stjörnu utan um vinstra augað, var með brjálað túberað hár með ljósum röndum, í einhvers konar gulltopp, með belti og gyllta tösku. Hún var æði, hún fílaði sjálfa sig líka svo vel.
Einu sinni, á mínum yngri og viðkvæmari árum, fór ég á Elvis Presley eftirhermukvöld, hvenær skyldu Silvíu Nætur aðdáendaklúbbar með tilheyrandi eftirhermukvöldum fara að skjóta upp kollinum?
Í gærkvöldi fór ég í kveðjuhóf til Stebba, fyrir þá sem ekki vita þá eru hann og Héðinn að flytja til Noregs á þriðjudaginn. [Noregsbrandara hér] Ég hélt mig við barinn, eins og gefur að skilja. Skemmtilegast var samt að hitta dansfólkið sem ég hef ekki hitt í langan tíma. Eftir að allt fólkið sem á íbúðir, börn á leiðinni og hefur fundið hinn helminginn af sjálfu sér fór heim fórum við hin að djamma. Þar sem bærinn var nánast tómur fórum við að leita að einhverju fólki, maður er bara ekki að djamma nema drukkið fólk rekist utan í mann, detti á mann eða reyni að grípa í mann sirka tvisvar á mínútu. Þannig kom það til að við fórum á Óliver. Þar var pakkað. Það var greinilegt að allir sem á annað borð höfðu vogað sér út þetta kvöld voru staddir á Óliver á sama tíma og ég. Þarna var nóg af fólki að troðast.
Ég er enginn Óliver fan og fílaði þetta ekkert voðalega vel, en það var eitt sem klikkaði ekki, að telja gellur sem voru klæddar í anda Silvíu Nætur. Þetta nýja áhugamál hélt mér gangandi lengi lengi, var komin upp í 12 sem voru almennilega dressaðar áður en ég yfirgaf skemmtistaðinn. Ég taldi aðeins þær sem voru klárlega að stæla Silvíu Nótt, það voru margar fleiri sem voru bara með smá Silvíu þema. Það er samt hugsanlegt að þær hafi allar bara verið í þema partýi, en mér finnst það ekki líklegt þar sem ég sá þær ekkert tala saman.
Aðeins um Silvia Night look alikes. Þær voru allt frá því að vera bara með túberað hár frá andlitinu og kannski glansandi belti upp í að vera býsna líkar the real thing, með tvílitt hár, í gylltum og glimmeruðum fötum, með æpandi augnmálingu. Stundum þurfti ég að líta tvisvar til að athuga hvort þetta væri Silvía sjálf mætt til að rokka lýðinn, en svo reyndist aldrei vera. Uppáhalds stælingin sem ég sá var ein sem var búin að mála stjörnu utan um vinstra augað, var með brjálað túberað hár með ljósum röndum, í einhvers konar gulltopp, með belti og gyllta tösku. Hún var æði, hún fílaði sjálfa sig líka svo vel.
Einu sinni, á mínum yngri og viðkvæmari árum, fór ég á Elvis Presley eftirhermukvöld, hvenær skyldu Silvíu Nætur aðdáendaklúbbar með tilheyrandi eftirhermukvöldum fara að skjóta upp kollinum?
miðvikudagur, janúar 04, 2006
Þura gegnum árin
Núna förum við í leik. Hérna eru 5 myndir af mér frá árunum 2001 til 2005. Leikurinn er þannig að þið segið mér hvaða Þura ykkur finnst skemmtilegust/flottust/hallærislegust. Ef kommentakerfið virkar ekki ennþá þá má líka senda mér póst. En ef þið viljið ekki að ég viti þá má líka bara hlæja að þessum myndum án þess að segja múkk. Þið megið líka segja hvaða Þuru þið kynntust fyrst.
(ártal er fyrir ofan hverja mynd)
2005 -ár hinnar miklu bjórdrykkju
2004 -sumar ferðalaga í flíspeysu
2003 -árið þar sem öll partý voru artí-fartí og ég var alltaf einhver úr star trek
2003 -blómaárið, ást, friður og bítlar
2001 -árið sem enginn man eftir lengur, twisted-hvað?
Því miður á ég ekki eldri myndir á stafrænu formi.
mánudagur, janúar 02, 2006
Kommenta vandamál í gangi... svo virðist sem ég þurfi að samþykkja komment sem fara á síðuna. Eins sniðug og ég er þá samþykkti ég þetta:
philgilbert0034 said...
I read over your blog, and i found it inquisitive, you may find My Blog interesting. My blog is just about my day to day life, as a park ranger. So please Click Here To Read My Blog
Þetta eyðilagði alveg póstaðu í kommentin leikinn, en hann var líka so last year skiluru...
Annars er ég núna að reyna að snúa sólarhringum aftur við hjá mér, vökunætur og svefnmorgnar hafa verið ráðandi í fríinu svona eins og gengur.
Um áhugaverðari málefni má segja að um áramótin strokaði ég nokkur atriði út af ég-hef-aldrei-listanum mínum. Fæst voru merkileg, en síðasta önn bauð ekki upp á miklar útstrokanir þannig að ég varð aðeins að bæta upp.
philgilbert0034 said...
I read over your blog, and i found it inquisitive, you may find My Blog interesting. My blog is just about my day to day life, as a park ranger. So please Click Here To Read My Blog
Þetta eyðilagði alveg póstaðu í kommentin leikinn, en hann var líka so last year skiluru...
Annars er ég núna að reyna að snúa sólarhringum aftur við hjá mér, vökunætur og svefnmorgnar hafa verið ráðandi í fríinu svona eins og gengur.
Um áhugaverðari málefni má segja að um áramótin strokaði ég nokkur atriði út af ég-hef-aldrei-listanum mínum. Fæst voru merkileg, en síðasta önn bauð ekki upp á miklar útstrokanir þannig að ég varð aðeins að bæta upp.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)