Ég vildi, ég vildi svo mikið að ég væri á Roskilde núna!!! Þá mundi þynnkan hverfa snarlega með nokkrum bjórum og ég gæti djammað meira í kvöld! Í staðin er ég að fara að vinna í kvöld og fyrramálið, ullabjakk, og enginn bjór.
Ég var ekki í miklu stuði til að fara í bæinn í gær og missti þess vegna af Glymskröttunum. Ákvað síðan korteri áður en strætó átti að koma (eftir að hafa hlustað á Scissor sisters diskinn okkar Svanhvítar) að drífa mig í bæinn og allavega sjá Ókind. Setti í mig tíkó, laumaði bjór í vasann og hljóp út. Helv**** strætó kom ekki, hálftíma síðar strætóinn keyrði framhjá af því að hann var fullur. Ég og hin stelpan sem var að bíða ákváðum að rölta niður á Miklubraut og taka strætó þar, það var eins gott að ég hitti hana því hún sagðist hafa á tilfinningunni að kvöldið myndi enda vel fyrst að byrjunin hafi gengið svona brösulega. Ég ákvað að taka hana á orðinu.
Var löngu búin að missa af Ókind þegar ég loksins kom í bæinn, hlustaði bara smá á Jagúar í staðin áður en ég fór að hitta Elínu og Guðbjörtu. Við ákváðum að vera geðveikt harðar og fara á Mínus með hörðum 14 ára krökkum og fullum gaurum á öllum aldri. Við sáum ekki neitt sem var frekar leiðinlegt því stór hluti fílingsins er að sjá þá bera að ofan. Fórum um borð í Hafsúluna til að horfa á þessa líka fínu flugeldasýningu. Þar var fullt af fullum skipperum, eða ég stóð allavega í þeirri meiningu.
Eftir flugeldasýninguna var mig alvarlega farið að langa í meiri bjór. Ég, Steini og stelpurnar ;) (Elín, Guðbjört og Svava Dóra) röltum í bæinn og vá þvílikur fjöldi lítilla krakka á fylleríi, sautjándi júní hvað! Borðuðum pizzu á Lækjartorgi og þá langaði mig enn meira í bjór. Eftir að hafa vandræðast yfir hvert skyldi fara, því raðirnar inn á skemmtistaði voru þvílikar endaði hluti okkar á Kofanum. Og ég og Steini fórum að hella í okkur öli og skotum. Raggi var að dj-ast og stemningin var rosaleg. Fólk út um allt að dansa, fólk sitjandi í sætunum sínum að dansa, allir að syngja hástöfum með. Og bara carzy stuð. Síðan kom Óli, Óli er skemmtilegur. Þegar ljósin voru kveikt og við vinsamlegast beðin um fara út skildi ég Svövu Dóru eftir með Steina og fékk far heim, held samt það hafi verið allt í lagi. Það var svo dásamlegt að fá far, sérstaklega eftir að hafa labbað nokkuð oft heim úr bænum undanfarið. Takk fyrir farið :)
Mamma var vakandi þegar ég kom heim, hvað annað, hún heldur að það séu bara rónar og dópistar sem séu svona lengi úti á nóttunni, eins og það var á sjöunda áratugnum þegar hún skemmti sér (vonandi). Hún sagð bara "Ertu dáldið full elskan?" Ég sagði já og fór inn í herbergið mitt að hlusta á Scissor sisters þangað til ég sofnaði. Stelpan í strætóskýlinu hafði rétt fyrir sér, kvöldið endaði bara mjög vel.
sunnudagur, ágúst 22, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli