Í dag fór ég með pabba í búðir. Þegar það gerist tekur það fljótt af, afhverju að hugsa sig um eða skoða meira þegar maður veit hvað maður vill? Við byrjuðum á Símanum, tilgangur: kaupa nýjan síma handa mér. Það voru nokkrir á undan okkur, á meðan röltum við um og skoðuðum síma. "Númer þrjúhundruðsjötíuogtvö!" var kallað, enginn svaraði kallinu "Þrjúhundruðsjötíuogtvö!!" smá þögn, enginn gaf sig fram. Gaurinn var augljóslega þreyttur og sveittur eftir daginn, enda afmælistilboð í gangi, "Þrjúhundruðsjötíuogþrjú!" kallaði maðurinn. Ví það vorum við, við gengum að skrifborðinu og einmitt þá dröslaðist druslulegur maður að okkar símagaur og sagðist vera 372. Gaurinn gerði sig líklegan til að afgreiða manninn á undan okkur en pabbi sagði nei, hann missti af sínu tækifæri. Druslulegi maðurinn var fljótur að hypja sig og ég settist vandræðaleg niður með pabba og keypti fallegan síma fyrir lítinn pening.
Eftir þessa lærdómsríku símaferð fórum við í ELKO og keyptum langþráðan dvd spilara og núna get ég horft á alla Simpsonþættina sem ég keypti á afar hagstæðu verði í Kaupmannahöfn og fékk TaxFree til baka. Hvernig var þetta ekki frábær dagur?
mánudagur, ágúst 16, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli