Sex pælingar
1) Ætli ég sé búin að vera að eyða of miklum tíma uppi í skóla undanfarið? Þegar ég loga mig inn á msn eða blogger þá skrifa ég undantekningalaust hi.is lykilorðið.
2) Var að lesa orðlaus og þar var verið að spurja fólk spurninga eins og hver verður forsætisráðherra? Það voru stelpur á mínu aldri sem vissu þetta ekki. Hver er ríkisstjóri í Kaliforníu? Ein svaraði: "Ég fylgist ekkert með bandarískum stjórnmálum!" Er þetta eðlilegt??
3) Ég er sammála Ólöfu þegar hún spyr Er Paris Hilton virkilega svona heimsk? Horfði á Simple life í gærkvöldi, fyrst hélt ég að gellurnar væru bara að fíflast með því að láta eins og algjörar ljóskur, en þær halda bara endalaust áfram, það nennir enginn að þykjast vera heimsk ljóska 24 tíma á dag. Hvað er að?
4) Hvernig ætli vefsíður á tungumálum sem byrjað er að skrifa neðst til vinstri á blaðsíðunni séu? Er browserinn öfugt við okkar, eða?
5) Hvað er gert við pissið þegar maður pissar í klósett í lest? Er það látið leka á teinana eða er því safnað saman í tunnu sem "klósett-losarinn" losar þegar lestin kemur á endastöð? Þetta er spurning sem hefur plagað mig svo árum skiptir. En í flugvél?
6) Í hverju á ég að vera í á árshátíðinni? Nei bara að pæla.
mánudagur, febrúar 16, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli