miðvikudagur, febrúar 11, 2004
Hið ómögulega gerðist í dag. Ég gerði bæði eðlisfræðiheimadæmin mín sjálf tveimur dögum fram í tímann og gat þau bæði alveg sjálf! Glæsilegur ferill minn í eðlisfræði er augljóslega hafinn, ég ætti barasta að skipta yfir í eðlisfræði, taka síðan doktorspróf í Kína eða Rússlandi og heilda yfir kúlur og kirkjur og pönnukökur, þilja upp allar reglur Kirchhoffs og finna upp brjálaða hluti. T.d. er ekki hægt að byggja tíma vél án þess að láta í hana flux capacitor, það ætti hverjum manni að vera ljóst, þá er bara að finna upp flux capacitor. Stórir hlutir eru framundan í heiminum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli