Árshátíð 2004
Árshátíðin var æðisleg! Ég bara verð að deila með ykkur nokkrum smáatriðunum (eftir ritskoðun að sjálfsögðu). Ég og Dagný fengum far til Hveragerðis (Hótel Örk) hjá Jóni og strák sem heitir Palli og ég hafði aldrei séð áður en er samt í verkfræði, við lögðum frekar seint af stað þannig að við misstum eiginlega af fordrykknum sem var í boði Opinna kerfa. Við drukkum bara bjór á leiðinni og höfðum það gott. Í forrétt var borin fram humarsúpa með brauði, mér fannst hún frekar sölt. Á meðan beðið var eftir aðalréttinum sem var nautafillet var píanóleikari að spila (ekki Steini samt), þegar hann spilaði lagið Nína þá fóru allir að syngja með af mikilli innlifun og mjög sérstök stemning skapaðist í salnum. Meðan beðið var eftir eftirréttinum sagði einn gaur brandara, það var þannig að áður en það byrjuðu svona margar stelpur í verkfræði hélt verkfræðin alltaf árshátíð með hjúkkunum. Þeir fáu gaurar sem voru í hjúkkunni voru þá taldir hommar. Þá kom punkturinn í sögunni, þá hljóta stelpur í verkfræði allar að vera lessur! Þar sem stelpur voru í meirihluta þá fékk þessi ályktun ekki góðan hljómgrunn. Í eftirrétt var ís með ferskum ávöxtum og horft var á skemmtiatriði. Eftir ágætis skemmtun fórum við upp á herbergi með nokkrum stelpum, þar var farið í hinn ómissandi "koddaslag í hvítum bolum" og drykkjuleiki, förum ekki nánar út í það. Svitabandið lék fyrir dansi og dansgólfið var alveg pakkað allt kvöldið, það var brjálað stuð. og búið...
laugardagur, febrúar 21, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli