fimmtudagur, júní 18, 2009

Tungumálaörðugleikar

Stundum lendum við Diogo í vandræðum með að finna orð þegar við erum að tala saman. Þá meina ég vegna tungumálaörðugleika. Það kemur nefnilega stundum fyrir að hvorugt okkar veit (eða man) orð yfir eitthvað sem við erum að tala um á ensku.

Ég man íslenska orðið.
Hann man portúgalska orðið.

Ég skil ekki portúgalska orðið.
Hann skilur ekki íslenska orðið.

Samskiptum er ábótavant.

Dæmi um orð sem hafa orðið til vandræða: buxnaskálm

Hvers konar orð er pant leg eiginlega!?!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

bahahahaha pant leg er eitt það besta sem ég hef heyrt lengi :) kannast við vandamálið en á enga jafn skemmtilega sögu í augnablikinu til að deila...
-Arna