miðvikudagur, nóvember 26, 2008

Endurlífgað blogg

Ég hef ákveðið að endurlífga þetta blogg. Nú byrja lífgunartilraunir. [Ef þetta væri atriði í House þá væri sjúklingurinn búinn að vera mjög veikur og rænulaus í þrjá daga, þegar skyndilega hjartað hættir að slá og hjarta-flýti-startgræjan er tekin fram og kallað er CLEAR!]

Þegar ég flutti fyrst til London í september 2007 var pundið í um 124 krónum, núna kostar eitt pund 214 krónur. Mismunur: 90 krónur. Berum saman:

a) Ein tube ferð með oyster korti: £1.50 kostaði 186 ísl kr en kostar nú 321 ísl kr
b) Lítill bolli af cappuccino á Starbucks: £2.05 kostaði 254 ísl kr en kostar nú 439 ísl kr
c) Matur og bjór á Brick Lane: £15 kostaði 1860 ísl kr en kostar nú 3210 ísl kr
og svo framvegis...

Í stuttu máli, meðan ég er ekki komin með vinnu þá fuðra peningarnir mínir upp, og lítið er um b) og c) (maður sleppur víst ekki við að taka tubið)

yfir og út og dæs

þriðjudagur, nóvember 18, 2008

Út og suður

Ókei, ég sé tvo kosti í stöðunni (eða tvær stöður í kostunum?) ég er farin að ruglast alveg ótrúlega mikið í íslensku og ensku. Ég segi t.d. hluti eins og "hey, your shoetie is unlaced" án þess að blikna, svo ég tala ekkert tungumál, frábært.

Ókei, kostirnir í stöðunni eru:
a) Blogga í semi-löngu máli um allt sem hefur gerst (í mínu lífi, ekki glóbalt) síðan 1. okt

b) Segja frá því helsta í einni langri setningu sem á að lesast á innsoginu í heilu lagi með engu hléi.

Ég vel kost b)

b)

Ég og Dé fórum til NY og Chile og hittum Svanhvíti og erum komin aftur til London fyrir löngu og ég er að leita að vinnu. Púnktur.

Humm, þetta var ógeðslega léleg setning. Í skaðabætur kemur fróðleiksmoli:

Aldrei ferðast með ameríska flugfélaginu Delta, þeir eru rusl. Það var vesen með öll þrjú flugin okkar:

1) London - NY - Áttum ekki að fá að sitja saman, leystist eftir mikið tuð og vesen.
2) NY - Santiago, Chile - Vegna mikillar rigningar í Atlanta þar sem við áttum að skipta um vél var fluginu seinkað. Vegna þess að það hafði stytt upp seinna um kvöldið fór flugvélin frá Atlanta til Santiago í loftið á réttum tíma. Afleiðing: Við vorum föst í Atlanta í sólarhring.
3) Santiago - London - Áttum bókuð sæti í vél Iberia til London gegnum Madrid (sem Delta bókaði), okkur var ekki hleypt inn í vélina, við þurftum frekari staðfestingu frá Delta. Delta sendi okkur í staðin með Air France nokkrum tímum seinna.

Þessi gella ætlar ekki að fljúga aftur með Delta.

Yfir og út, úr rigningunni í London