mánudagur, september 08, 2008

Bjór-skýrsla 2. ársfjórðungs 2008

[apríl - júní 2008]

Inngangur
Eins og fram kom í skýrslu fyrsta ársfjórðungs 2008, er ég í ár að telja hversu marga bjóra ég drekk. Nánar tiltekið, frá 1. janúar 2008 til 31. desember 2008, er ég búin að, og mun halda áfram að, telja hversu margir bjórar (stórir og litlir) fara ofan í minn maga. Hér verða birtar helstu niðurstöður 2. ársfjórðungs.

Niðurstöður
Graf 1: Fjöldi bjóra á dag á 2. ársfjórðungi (bláir punktar) og b/d hlutfall (bleikir punktar), það er uppsafnaður fjöldi bjóra yfir uppsöfnuðum fjölda daga. Á x-skalanum eru dagsetningar.

Afar takmörkuð drykkja apríl mánaðar útskýrist eingöngu af verkefnavinnu þann mánuð. Þann 1. maí var skiladagur á 5 verkefnum, eins og grafið sýnir með hoppi upp í 5 bjóra þann dag. Þar á eftir kom prófatímabil til 23. maí, en þar var bjór greinilega notaður til að grisja hjörð hægra heilasella, eins og buffaló kenningin heldur fram. Átta skipti, þar sem 4 eða fleiri bjóra var neytt má sjá frá 23. maí fram í byrjun júní þegar meiri verkefna vinna hófst. b/d hlutfallið var lægra heldur en 1 frá því snemma í apríl og þangað til seint í maí. Á 182. degi ársins, þann 30. júní hafði ég drukkið 204 bjóra.

Umræður

Lesendum er frjálst að túlka að vild. Frekari túlkun verður geymd þar til samanburðargögn fást. Að meðaltali hafa lesendur spáð því að ég drekki um 400 kalda í ár.

Þuríður Helgadóttir, september 2008

2 ummæli:

Svanhvít sagði...

Sjitt ég hélt í smástund að það væri komið að þriðja ársfjórðungi og hugsaði, vá hvað árið er búið að líða hratt. Svo þegar ég var búin að fatta að þetta var 2. skýrslan fattaði ég að það er samt bara alls ekkert svo langt í að tími sé kominn á þá þriðju.

Hlakka til að ná nokkrum góðum bjórdögum með skýrsluhöfundi á fjórða ársfjórðungi.

Nafnlaus sagði...

Skál!
Ps
Til hamingju með ritgerðina!