mánudagur, ágúst 18, 2008

Slæm vinnubrögð

Ég þoli stundum ekki hvernig ég vinn. Ég virðist t.d. vera algjörlega ófær um að klára heilan kafla eða undirkafla áður en allt klárast.

Ég get t.d. ekki bara skrifað helv**** aðferðafræðina og klárað þann kafla, neeeeei. Verð aðeins að skilja eftir rauðan texta og spurningar til sjálfrar minnar út um allt í textanum á meðan ég vinn aðeins í innganginum. Skýrslan er svo full af kommentum í rauðu letri að ég ákvað að skipuleggja mig betur með því að lita hálfkláraða texta bláa!!! Gott múv það...

Þá vantar mig bara gulan og grænan til að skjalið verði vel skrautlegt. Auli.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

æj :) .. Þura mín .. þú tekur þetta með trompi ! - I know you will ;) .. þú manst að góðir hlutir gerast hægt :)

knús frá crazy Raggetz frænku

Þura sagði...

Takk Ragga mín, stórt knús ! :)