mánudagur, ágúst 04, 2008

London-verslunarmannahelgi

Gleðilegan frídag verslunarmanna!

Verslunarmannahelgin var ekki með hefðbundnu sniði í ár. Hin rússneska Katya er að fara að gifta sig á föstudaginn (takið eftir flottu dagsetningunni) þ.a. núna um helgina var smá gæsapartý. Við ætluðum að hittast nokkrar stelpur úr prógramminu og flippa dáldið, en að lokum enduðum við á því að fara 3 á hommaklúbb, Himnaríki, og dansa eins og okkur væri borgað fyrir það.

Hin verðandi brúður reif ófáan föngulegan drenginn úr að ofan. Sjálf var ég með strengi daginn eftir eftir dansmúv kvöldsins. Hér erum við með tönuðum, mössuðum gaur. Á næstu mynd fyrir neðan er þessi sami gaur að dansa (t.h.)



Flestar af hinum 70 myndunum eru aðeins sveittari, ég hlífi lesendum við þeirri sjón.

Engin ummæli: