sunnudagur, ágúst 24, 2008

9 dagar

Það eru 9 dagar í skil á ritgerðinni / skýrslunni, þangað til gerist annað af tvennu eða bæði á þessu bloggi:

1) Engar nýjar færslur, en það er ekkert nýtt
2) Nýjar færslur ef ég þarf að 'hita mig upp' til að skrifa / endurskrifa / laga hina og þessa bullkafla í ritgerðinni / skýrslunni

Yfir og út, back to work

Ein mynd frá Sankti Pétursborg:

mánudagur, ágúst 18, 2008

Slæm vinnubrögð

Ég þoli stundum ekki hvernig ég vinn. Ég virðist t.d. vera algjörlega ófær um að klára heilan kafla eða undirkafla áður en allt klárast.

Ég get t.d. ekki bara skrifað helv**** aðferðafræðina og klárað þann kafla, neeeeei. Verð aðeins að skilja eftir rauðan texta og spurningar til sjálfrar minnar út um allt í textanum á meðan ég vinn aðeins í innganginum. Skýrslan er svo full af kommentum í rauðu letri að ég ákvað að skipuleggja mig betur með því að lita hálfkláraða texta bláa!!! Gott múv það...

Þá vantar mig bara gulan og grænan til að skjalið verði vel skrautlegt. Auli.

laugardagur, ágúst 16, 2008

Kiljan og hin heilaga jómfrú

Ferðin til St. Pétursborgar var æðisleg, ég verð að segja að ég fékk dáldið kúltúrsjokk, sem ég bjóst einhvernvegin ekki við fyrirfram.

Bloggið um ferðina verður að bíða aðeins þar sem ég sit sveitt að skrifa ritgerðina mína. Samkvæmt nýjustu talningu er hún 8319 orð (að undanskildum heimildum og viðaukum) á 29 blaðsíðum. Þar af þarfnast um 6500 orð mikillar umskriftarvinnu (gróft mat). Hámarks lengd er 40 blaðsíður (ekki með viðaukum, sem mega vera endalaust margir / langir), það ættu að vera um 10 þúsund orð.

Vandamálið þessa dagana er að ég á svo miklu miklu MIKLU auðveldara með að skrifa á íslensku (þó það sjáist kannski ekki á þessu bloggi ehem hóst) svo sumar setningar þarf ég að kreista út með miklum andlegum þjáningum. Annað vandamál er að ég þarf að skila nearly finished draft á fimmtudaginn til að leiðbeinandinn geti lesið það yfir.

Allt þetta stoppaði mig samt ekki frá því að fara í bíó 2 kvöld í röð og sjá Batman og Iron man. Þar sem ég er mikill Batman aðdáandi (kunni (kann ehem) báðar Batman myndirnar hans Tim Burton utanað) var ég frekar spennt fyrir Dökka riddaranum (samt ekki brjálað spennt því ég hélt alveg vatni yfir síðastu Batman mynd). Og þvílík vonbrigði! Afhverju í andskotanum er Batman komin með jafngildi Q í James Bond?!? Ekki svalt. Ókei, Heiðar var fínn jóker, samt alveg nákvæmlega eins og Jack Nicholson í fyrstu myndinni, nema bara yngri og geðveikari, en ef það var planið þá tókst það vel. Iron man aftur á móti kom á óvart. Fyrirfram var ég ekkert spennt, en tveir tímar af logsuðuæfingum og aksjóni skemmtu mér stórkostlega vel.

En jæja núna hringir London (London calling), best að svara.

Yfir og út

miðvikudagur, ágúst 06, 2008

Næsta helgi

Sankti Pétursborg...

Meistaraverkefni fokkd.

Yfir og

mánudagur, ágúst 04, 2008

London-verslunarmannahelgi

Gleðilegan frídag verslunarmanna!

Verslunarmannahelgin var ekki með hefðbundnu sniði í ár. Hin rússneska Katya er að fara að gifta sig á föstudaginn (takið eftir flottu dagsetningunni) þ.a. núna um helgina var smá gæsapartý. Við ætluðum að hittast nokkrar stelpur úr prógramminu og flippa dáldið, en að lokum enduðum við á því að fara 3 á hommaklúbb, Himnaríki, og dansa eins og okkur væri borgað fyrir það.

Hin verðandi brúður reif ófáan föngulegan drenginn úr að ofan. Sjálf var ég með strengi daginn eftir eftir dansmúv kvöldsins. Hér erum við með tönuðum, mössuðum gaur. Á næstu mynd fyrir neðan er þessi sami gaur að dansa (t.h.)



Flestar af hinum 70 myndunum eru aðeins sveittari, ég hlífi lesendum við þeirri sjón.

laugardagur, ágúst 02, 2008

Greinilega allt á fullu...

Ég er farin að taka eftir merkjum þess að ég sé farin að skrifa ritgerð á fullu:

1) Ég finn fyrir aukinni súkkulaðiþörf
2) Ég stari tómum augum á tölvuskjá í margar mínútur áður en ég fatta að ég er með vitlaust skjal opið
3) Ég er farin að taka pásur til að ganga um gólf
Eða
4) Ég tek pásur frá því að ganga um gólf og skrifa orð í word skjal

Að þessu sinni er gólfgangan ólík öðrum læru-gólf-göngum, ég geng í skóm. Þeir eru svo fallegir, dæs. Sorrí Camper, ég varð.