Ferðin til St. Pétursborgar var æðisleg, ég verð að segja að ég fékk dáldið kúltúrsjokk, sem ég bjóst einhvernvegin ekki við fyrirfram.
Bloggið um ferðina verður að bíða aðeins þar sem ég sit sveitt að skrifa ritgerðina mína. Samkvæmt nýjustu talningu er hún 8319 orð (að undanskildum heimildum og viðaukum) á 29 blaðsíðum. Þar af þarfnast um 6500 orð mikillar umskriftarvinnu (gróft mat). Hámarks lengd er 40 blaðsíður (ekki með viðaukum, sem mega vera endalaust margir / langir), það ættu að vera um 10 þúsund orð.
Vandamálið þessa dagana er að ég á svo miklu miklu MIKLU auðveldara með að skrifa á íslensku (þó það sjáist kannski ekki á þessu bloggi ehem hóst) svo sumar setningar þarf ég að kreista út með miklum andlegum þjáningum. Annað vandamál er að ég þarf að skila nearly finished draft á fimmtudaginn til að leiðbeinandinn geti lesið það yfir.
Allt þetta stoppaði mig samt ekki frá því að fara í bíó 2 kvöld í röð og sjá Batman og Iron man. Þar sem ég er mikill Batman aðdáandi (kunni (kann ehem) báðar Batman myndirnar hans Tim Burton utanað) var ég frekar spennt fyrir Dökka riddaranum (samt ekki brjálað spennt því ég hélt alveg vatni yfir síðastu Batman mynd). Og þvílík vonbrigði! Afhverju í andskotanum er Batman komin með jafngildi Q í James Bond?!? Ekki svalt. Ókei, Heiðar var fínn jóker, samt alveg nákvæmlega eins og Jack Nicholson í fyrstu myndinni, nema bara yngri og geðveikari, en ef það var planið þá tókst það vel. Iron man aftur á móti kom á óvart. Fyrirfram var ég ekkert spennt, en tveir tímar af logsuðuæfingum og aksjóni skemmtu mér stórkostlega vel.
En jæja núna hringir London (London calling), best að svara.
Yfir og út