'One ultra mega chocolate brownie please...!'
Brownie var sett í poka og ég var spurð:
'Do you have a brownie card?'
Ég svaraði með aðra augabrún beyglaða upp í loft:
'A brownie what ???'
Kemur þá ekki í ljós að maður getur fengið kort sem maður safnar stimplum á, og þegar maður er búinn að fylla kortið fær maður fría brownie. Stundum er lífið bara of gott. Núna er ég stoltur handhafandi brownie-korts sem ég passa jafn vel og bankakortið mitt. Fyrir neðan sést kortið og stimplarnir sem ég hef safnað mér todate. Myndin er dáldið óskýr því ég er ennþá rangeyg af of miklu álagi og litlum svefni. En það stendur allt til bóta á næstu dögum því núna er prófatímabil að ganga í garð.
yfir og .... !
2 ummæli:
Stendur það til bóta vegna þess að þú ert að fara í prófatímabil já? Ég held að ástandið hjá þér sé verra en þú gerir þér grein fyrir ;)
Ég er einmitt búinn í prófum á eftir. Er strax farinn að sakna þess að vera ekki lengur í prófum.
Ég held að ég sé eitthvað að misskilja hvað það er að vera í skóla... Prófatímabil er vanalega ekki sólbað í garðinum, ís og bjór og kósíheit.
Skrifa ummæli