þriðjudagur, febrúar 12, 2008

Laugardagur í febrúar

Aðvörun: Myndir fyrir ó-viðkvæma neðar.

Á laugardaginn fór ég í rómantískan göngutúr með sjálfri mér í blíðunni. Á Borough High Street sá ég þessar hesta-löggur (eins og ég kýs að kalla þær). Ég flýtti mér að fiska myndavélina upp úr veskinu og smella af.

Það er eins og hesta-löggu-tímabil hafi byrjað núna í febrúar í London því allt í einu eru þær allsstaðar (hesta-löggurnar). Björn er með skemmtilegar pælingar um löggur og fáka þeirra á sínu bloggi.

Þegar ég kom á Borough markaðinn las ég uppáhalds tilvitnunina mína og fann lykt af góðu kaffi.

Á markaðnum var fullt af fólki eins og vanalega. Ég tók túristamyndir (eins og allir hinir) af afhausuðu dádýri, héra og skrautlegum hænum:

Þetta er dásamlegt franskt bakarí, slef:

Ég gef öllum götutónlistarmönnum sem ég tek mynd af 1 pund. Þessi voru ágæt:

Svo las ég nokkrar skóla-greinar og drakk kaffi, þannig á að læra.

Yfir og út

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hahahah
Vá hvað þessi tilvísun er eins og þú hafir búið hana til!

Annars þarf ég greinilega að læra að læra rétt, ekki alveg sama cosy stemningin hér í VRII ;)
Kv. Erna

Þura sagði...

Eg og BF hugsum greinilega eins.

Thar sem eg er ad laera allskonar bestun tha er eg loksins buin ad laera hverng er best ad laera ;)